Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu Dell Technologies í Noregi og veittu Guðmundur Zebitz og Þórður Jensson verðlaununum viðtöku. Með þeim á myndinni eru Jakon Odman, Sr. Channel Country Manager, Dell, Mats Jentzen, Sales Director, Client Solution, Dell, Endre Daniloff, Partner Development Manager, Dell, Stig Nordvik, Sales Director Data Center Solutions & Sales, Dell.

Fréttir - 7.11.2022 10:34:51

Advania hlýtur samstarfsverðlaun frá Dell Technologies

Advania á Íslandi hlaut á dögunum sérstakar viðurkenningar frá Dell Technologies sem samstarfsaðili ársins 2022 fyrir framúrskarandi árangur í sölu, ráðgjöf og þjónustu.

Partner Awards Excellence in Workplace Sales og Partner Awards Excellence in Cloud eru veitt þeim samstarfsaðilum Dell sem skara fram úr í sérfræðiþekkingu, þjónustu og sölu á notendabúnaði til fyrirtækja annars vegar og miðlægum lausnum inn í gagnaver hins vegar.

„Verðlaun sem þessi eru frábær viðurkenning á því vandaða starfi sem sölu- og þjónustufólk Advania sinna fyrir viðskiptavini sína og hvatning til að gera ennþá betur“ segir Þórður Jensson, forstöðumaður sölu og vörustýringar Advania.

Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu Dell Technologies í Noregi og veittu Guðmundur Zebitz og Þórður Jensson verðlaununum viðtöku.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.