Momcilo Drakulic, sérfræðingur í rekstrarlausnum hjá Advania.

Fréttir - 22.2.2024 11:03:29

Advania markar tímamót í fjarskiptainnviðum með tengingu til Dublin

Advania hefur komið á fót nýrri fjarskiptatengingu til Dublin í samstarfi við Farice, rekstraraðila IRIS-sæstrengsins. Áður hafði Advania tryggt tengingar við alþjóðlegar miðstöðvar í Amsterdam, London og New York.

„Helstu áhrif sem tengingin hefur fyrir notendur er betri svartími til Evrópu, hærra þjónustustig samanborið við fjarskiptafélög á fyrirtækjamarkaði og notendur gagnavera njóta sérkjara. Í dag er boðið upp á 40Gbps bandbreidd en innviðir Advania gera ráð fyrir möguleika á stækkun sambanda. Samhliða þessu býður Advania upp á svokallaða Cloud Exchange vöru með beinar tengingar við helstu þjónustuaðila skýjaþjónusta eins og Azure, AWS, Google og Oracle. Þjónustan fer fram hjá opna internetinu og tengist í gegnum Amsterdam, London eða Dublin,“ segir Momcilo Drakulic, sérfræðingur í rekstrarlausnum hjá Advania.

Allar fjarskiptaleiðir eru varðar með DDoS- vörnum í gegnum þjónustur frá Arelion, GTT og Voxility og stefnt er á aukið vöruframboð á DDoS vörnum á öðrum ársfjórðungi 2024.

Í dag er Advania eini þjónustuaðilinn á Íslandi sem getur tryggt ábyrgð á rekstri kerfa í upplýsingatækni alla leið frá útstöð í skýjaþjónustur, án aðkomu þriðja aðila, sem þýðir skilvirkari rekstur fyrir viðskiptavini og minna flækjustig.

Með þessum aðgerðum heldur Advania áfram vegferð sinni í að þjónusta þarfir fyrirtækja og gagnavera á alþjóðavísu með öryggi í fyrirrúmi.

Fleiri fréttir

Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Blogg
29.10.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson ræðir við Theodór Gíslason framkvæmdarstjóra og stofnanda Defend Iceland um netöryggismál og þá sérstaklega netöryggisseiglu og ógnarveiðar á veffundi í beinni útsendingu í fyrramálið. Í nýju bloggi skrifar hann um mikilvægi þess að skoða netöryggisseiglu, ógnarveiðar og villuveiðar sem heildræna nálgun.
Fréttir
27.10.2025
Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu  forstöðu. Starfar  hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.