Fréttir, Nýjasta nýtt - 29.03.2022

Advania og Jökulá í samstarf

Markmiðið með samstarfinu er að bjóða framúrskarandi stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini. Jökulá er hönnunarstofa sem býður þjónustu og ráðgjöf í notendaupplifun, viðmótshönnun, notendarannsóknum og grafískri hönnun. Hjá Jökulá starfa 12 sérfræðingar sem hafa unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum jum landsins. Jökulá fékk á dögunum SVEF verðlaun fyrir bestu hönnun og viðmót ársins 2021.

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem býður viðskiptavinum sínum ráðgjöf, þjónustu og fjölbreyttar stafrænar lausnir. Veflausnir Advania sérhæfa sig í smíði og þróun veflausna, appa og fjölbreyttra stafrænna lausna með áherslu á sjálfvirknivæðingu, einföldun ferla, notendaupplifun og upplýsingaflæði milli kerfa.

Sigtryggur Arnþórsson, framkvæmdastjóri Jökulá segir mikil tækifæri fólgin í samstarfinu „Jökulá hefur um árabil lagt áherslu á að skapa góða notendaupplifun sem er orðin einn stærsti ákvörðunarvaldur notenda við val um kaup á vöru og þjónustu. Samstarfið hefur þegar skilað sér í öflugum og notendavænni lausnum. Við erum spennt fyrir framhaldinu.“

„Kröfur um góða notendaupplifun og notendaviðmót verða sífellt meiri. Með samstarfinu er Advania betur í stakk búið til að aðstoða viðskiptavini við að bjóða framúrskarandi notendaupplifun og viðmót í þeim lausunum sem okkar sérfræðingar smíða og þróa,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sérlausna Advania.

„Við erum í skýjunum yfir samstarfinu við Jökulá enda hefur það alltaf verið stefna okkar að bjóða viðskiptavinum okkar framúrskarandi lausnir og þjónustu, bæði í hönnun og hugbúnaðargerð. Við erum ánægð með að vera komin í samstarf við þá bestu á þessu sviði og trúum því að viðskiptavinir munu njóta góðs af,” segir Valeria Rivina forstöðukona veflausna Advania.


Mynd: Björgvin Pétur, hönnunarstjóri Jökulá, Valeria Rivina, forstöðukona veflausna Advania, Sigtryggur Arnþórsson, framkvæmdastjóri Jökulá og Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sérlausna Advania.

Efnisveita

Advania hefur undirritað viljayfirlýsingu Microsoft um að styðja við sjálfbæra þróun í tækni.
Um tuttugu fyrirtæki í upplýsingatækni hyggjast ráðast í átak til að auka þátttöku kvenna í geiranum.
Truflanir sem urðu á neti hjá hluta viðskiptavina Advania, föstudaginn 24.júní, stöfuðu af hugbúnaðarvillu sem hafði veruleg áhrif á stýringu umhverfisins.
Að þjálfa starfsfólk í heilbrigðu viðskiptasiðferði og koma notuðum tölvubúnaði viðskiptavina í endurnýtingu, voru meðal áhersluatriða Advania á Íslandi í sjálfbærni árið 2021, eins og fram kemur í nýútkominni sjálfbærniskýrslu félagsins.
Advania hlaut viðurkenningu sem LS Retail Platínum partner 2022 fyrir framúrskarandi árangur sem samstarfsaðili LS Retail nú á dögunum. Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu LS Retail, sem að þessu sinni var haldin hér heima í Hörpu.
Advania hlýtur tilnefningu til Oracle Change Agent verðlaunanna. Þau eru veitt fyrirtækjum sem náð hafa framúrskarandi árangri við að stuðla að nýsköpun, sjálfbærni og stafrænni umbreytingu hjá viðskiptavinum sínum.