Fréttir, Nýjasta nýtt - 29.03.2022

Advania og Jökulá í samstarf

Markmiðið með samstarfinu er að bjóða framúrskarandi stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini. Jökulá er hönnunarstofa sem býður þjónustu og ráðgjöf í notendaupplifun, viðmótshönnun, notendarannsóknum og grafískri hönnun. Hjá Jökulá starfa 12 sérfræðingar sem hafa unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum jum landsins. Jökulá fékk á dögunum SVEF verðlaun fyrir bestu hönnun og viðmót ársins 2021.

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem býður viðskiptavinum sínum ráðgjöf, þjónustu og fjölbreyttar stafrænar lausnir. Veflausnir Advania sérhæfa sig í smíði og þróun veflausna, appa og fjölbreyttra stafrænna lausna með áherslu á sjálfvirknivæðingu, einföldun ferla, notendaupplifun og upplýsingaflæði milli kerfa.

Sigtryggur Arnþórsson, framkvæmdastjóri Jökulá segir mikil tækifæri fólgin í samstarfinu „Jökulá hefur um árabil lagt áherslu á að skapa góða notendaupplifun sem er orðin einn stærsti ákvörðunarvaldur notenda við val um kaup á vöru og þjónustu. Samstarfið hefur þegar skilað sér í öflugum og notendavænni lausnum. Við erum spennt fyrir framhaldinu.“

„Kröfur um góða notendaupplifun og notendaviðmót verða sífellt meiri. Með samstarfinu er Advania betur í stakk búið til að aðstoða viðskiptavini við að bjóða framúrskarandi notendaupplifun og viðmót í þeim lausunum sem okkar sérfræðingar smíða og þróa,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sérlausna Advania.

„Við erum í skýjunum yfir samstarfinu við Jökulá enda hefur það alltaf verið stefna okkar að bjóða viðskiptavinum okkar framúrskarandi lausnir og þjónustu, bæði í hönnun og hugbúnaðargerð. Við erum ánægð með að vera komin í samstarf við þá bestu á þessu sviði og trúum því að viðskiptavinir munu njóta góðs af,” segir Valeria Rivina forstöðukona veflausna Advania.


Mynd: Björgvin Pétur, hönnunarstjóri Jökulá, Valeria Rivina, forstöðukona veflausna Advania, Sigtryggur Arnþórsson, framkvæmdastjóri Jökulá og Margrét Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri sérlausna Advania.

Efnisveita

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin.
Advania hlaut á dögunum verðlaun frá DynamicWeb fyrir að sameina fimm vefverslanir S4S og færa í svokallaðan hauslausan strúktúr. Verkefnið var valið besta veflausn ársins á heimsvísu en um 600 tilnefningar bárust frá samstarfsaðilum DynamicWeb. Lausnin  hefur fært S4S margvíslegan ávinning.
Frá og með 23. september tekur gildi ný gjaldskrá Advania sem felur í sér einföldun á útseldum töxtum hjá félaginu.
Mikið hefur farið fyrir umræðu um svokallaða headless vefþróun undanfarið. Hér verður fjallað um þetta hauslausa fyrirbæri, hvað það þýði og af hverju það er sniðugt.
Haustboðinn ljúfi, Haustráðstefna Advania hefst á fimmtudaginn klukkan níu. Það er því ekki úr vegi að fara yfir ráð sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest úr ráðstefnunni.
Ekki láta stærstu tækniráðstefnu landsins fram hjá þér fara.