Fréttir, LS Retail, Nýjasta nýtt - 31.05.2022

Advania Platínum partner LS Retail 2022

Advania hlaut viðurkenningu sem LS Retail Platínum partner 2022 fyrir framúrskarandi árangur sem samstarfsaðili LS Retail nú á dögunum. Verðlaunin voru afhent á árlegri ráðstefnu LS Retail, sem að þessu sinni var haldin hér heima í Hörpu.

Advania er stærsti sölu- og þjónustuaðili LS Retail á Íslandi og leika vörur LS Retail lykilhlutverk í lausnum Advania fyrir verslunargeirann. Advania bíður upp á heildarlausnir fyrir stórar sem smáar verslanir, hvort heldur sem um er að ræða einfalt afgreiðslukerfi, vefverslarnir, sjálfsafgreiðslu eða stjórnun innkaupa svo eitthvað sé nefnt.

,,Viðurkenning sem þessi segir okkur að við séum á réttri leið og hvetur okkur til að halda áfram að vera í fararbroddi í að þjónusta verslunargeirann hér heima og erlendis," sagði Daði Snær Skúlason, forstöðumaður viðskiptalausna Advania.

Efnisveita

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin.
Advania hlaut á dögunum verðlaun frá DynamicWeb fyrir að sameina fimm vefverslanir S4S og færa í svokallaðan hauslausan strúktúr. Verkefnið var valið besta veflausn ársins á heimsvísu en um 600 tilnefningar bárust frá samstarfsaðilum DynamicWeb. Lausnin  hefur fært S4S margvíslegan ávinning.
Frá og með 23. september tekur gildi ný gjaldskrá Advania sem felur í sér einföldun á útseldum töxtum hjá félaginu.
Mikið hefur farið fyrir umræðu um svokallaða headless vefþróun undanfarið. Hér verður fjallað um þetta hauslausa fyrirbæri, hvað það þýði og af hverju það er sniðugt.
Haustboðinn ljúfi, Haustráðstefna Advania hefst á fimmtudaginn klukkan níu. Það er því ekki úr vegi að fara yfir ráð sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest úr ráðstefnunni.
Ekki láta stærstu tækniráðstefnu landsins fram hjá þér fara.