Fréttir - 14.6.2023 12:45:38

Advania samstarfsaðili ársins hjá Microsoft

Advania var á dögunum valið samstarfsaðili ársins á Íslandi hjá Microsoft þriðja árið í röð.

Verðlaunin eru veitt fyrir árangur sem Advania hefur náð með viðskiptavinum sínum í þróun og innleiðingu stafrænna lausna og framtak sitt í nýsköpun lausna innan Microsoft umhverfisins. Sigríður Sía Þórðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania, og Berenice Barrios forstöðumaður Microsoft Alliance hjá Advania, veittu verðlaununum viðtöku á fögnuði samstarfsaðila Microsoft í Danmörku.

Undanfarin ár hefur Advania lagt mikla áherslu á að aðstoða fyrirtæki við að færa sig í skýið og nýta alla þá möguleika sem eru í boði þar ásamt því að byggja upp staðlaða aðferðafræði í kringum uppsetningu og rekstur skýjaumhverfa með öryggi, uppitíma og kostnaðarlegt hagræði að leiðarljósi.

Advania valið samstarfsaðili ársins hjá Microsoft

Íslenska fyrirtækið Advania var á dögunum valið samstarfsaðili ársins hjá Microsoft þriðja árið í röð.

Advania valið samstarfsaðili ársins hjá Microsoft

Advania hefur jafnframt lagt mikla áherslu á þekkingaröflun starfsfólks en innan fyrirtækisins starfar fjöldi vottaðra starfsmanna. Advania er til að mynda eitt af 40 fyrirtækjum í heiminum sem hafa svokallaðan cloud solution status hjá Microsoft, sem er viðurkenning á ákveðinni þekkingu og hæfni starfsmanna.

Sigríður Sía Þórðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania: „Við hjá Advania erum mjög ánægð með þessa viðurkenningu en við höfum lagt mikla áherslu á skýjalausnir undanfarin ár. Það má segja að skýjalausnin frá Microsoft sé starfrænn leikvangur framtíðarinnar, sem gefur viðskiptavinum okkar mikla möguleika til hagræðingar í sínum rekstri ásamt því að nútímavæða reksturinn og aðlaga að því síbreytilega umhverfi sem við búum við.”

Berenice Barrios, forstöðumaður Microsoft Alliance hjá Advania: „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á þekkingaröflun starfsfólks okkar og erum eitt af 40 fyrirtækjum í heiminum sem hafa svokallaðan Cloud Solution Status hjá Microsoft sem er viðurkenning á þekkingu og hæfni starfsmanna okkar. Þessi verðlaun hvetja okkur til þess að halda áfram á sömu braut.”

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.