Advania setur jafnrétti og viðskiptasiðferði á oddinn
Að þjálfa starfsfólk í heilbrigðu viðskiptasiðferði og koma notuðum tölvubúnaði viðskiptavina í endurnýtingu, voru meðal áhersluatriða Advania á Íslandi í sjálfbærni árið 2021, eins og fram kemur í nýútkominni sjálfbærniskýrslu félagsins.
Að þjálfa starfsfólk í heilbrigðu viðskiptasiðferði og koma notuðum tölvubúnaði viðskiptavina í endurnýtingu, voru meðal áhersluatriða Advania á Íslandi í sjálfbærni árið 2021, eins og fram kemur í nýútkominni sjálfbærniskýrslu félagsins.
Advania hefur einnig lagt mikla áherslu á að fá fleiri konur til starfa í tæknigeiranum, meðal annars með því að veita námsstyrki til kvenna sem leggja fyrir sig nám í kerfisstjórnun hjá Prómennt og NTV. Verkefnið hefur góðan árangur borið og stuðlað að mikilli aukningu kvenna í náminu.
Advania á Íslandi hóf undirbúningsvinnu á árinu að setja markmið tengd loftslagsvísindum (Science based targets) en Advania á Íslandi hefur skuldbundið sig að fá markmið sín samþykkt af Science Based Target Initiative. Í þriðju sjálfbærnisskýrslu Advania, sem gefin var út á dögunum og nær til starfsemi allrar Advania-samstæðunnar á árinu 2021, kemur fram hvernig fyrirtækinu miðar í átt að markmiðum sínum.
Advania stefnir á að vera leiðandi í upplýsingaöryggi og persónuvernd, vera eftirsóknarverður vinnustaður og leiða áfram stafræna þróun í þágu samfélagsins. Advania á Íslandi er með ISO 27001 og á árinu var jafnlaunakerfið endurvottað samkvæmt ÍST 85:2012.
Advania virðist heilbrigður vinnustaður með ánægt starfsfólk, samkvæmt niðurstöðum vinnustaðargreiningar sem gerð var á árinu.
Advania hefur í áratugi hjálpað viðskiptavinum sínum við að ná árangri í með stafrænni þróun. Í skýrslunni má finna sögur af því hvernig Advania hefur í samstarfi við íslenska ríkið unnið að því að auðvelda samskipti borgara við ríkið og aðgang þeirra að upplýsingum.
Skýrslan dregur ekki undan í umfjöllun um áskoranir sem Advania og upplýsingatæknigeirinn standa frammi fyrir. Þar má nefna netöryggi, aukna þörf fyrir starfsfólk með tæknimenntun og áskoranir í aðfangakeðju á tölvubúnaði. Helsta viðbótin frá fyrri skýrslum er ítarlegt yfirlit yfir helstu sjálfbærniáhættur Advania og hvernig fyrirtækið nálgast þær.
Það sem einkenndi árið hjá Advania -samstæðunni var mikill vöxtur á Norðurlöndunum og aukin áhersla á sjálfbærni og viðskiptasiðferði bæði í starfseminni og aðfangakeðjunni.
Við hvetjum þig til að kynna þér sjálfbærnisvinnu Advania og lesa skýrsluna okkar.