GEOFF KNEEN, FORSTJÓRI ADVANIA Í BRETLANDI, OG PAUL BARLOW, FORSTJÓRI SERVIUM.

Fréttir - 12.6.2024 13:11:22

Advania stækkar enn frekar með kaupum á Servium í Bretlandi

Advania í Bretlandi mun auka vöruframboð sitt eftir kaup á Servium Limited. Tilkynnt var um kaup Advania á öllu hlutafé Servium rétt í þessu.

Með þessum kaupum mun Advania stækka núverandi endursölustarfsemi sína og auka möguleika sína á að veita viðskiptavinum heildstæðari þjónustu í Bretlandi og Evrópu.

Servium er einkarekið upplýsingatækniþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í stýrðri þjónustu, hagræðingu upplýsingatækniinnkaupa of eignastýringu vélbúnaðar og hugbúnaðar. Bæði fyrirtækin eru þekkt fyrir áherslu á frammúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.

Núverandi viðskiptavinir Servium munu njóta góðs af umfangsmikilli tækni- og stafrænni umbreytingarþjónustu Advania.  Kaupin gera Advania kleift að bjóða enn breiðara framboð á þjónustu, hugbúnaði og vélbúnaði og styrkja tengsl við leiðandi framleiðendur og dreifingaraðila í Bretlandi. Viðskiptavinir munu svo auðvitað halda áfram að njóta góðs af alhliða þjónustu Advania frá upphafi til enda.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.