GEOFF KNEEN, FORSTJÓRI ADVANIA Í BRETLANDI, OG PAUL BARLOW, FORSTJÓRI SERVIUM.

Fréttir - 12.6.2024 13:11:22

Advania stækkar enn frekar með kaupum á Servium í Bretlandi

Advania í Bretlandi mun auka vöruframboð sitt eftir kaup á Servium Limited. Tilkynnt var um kaup Advania á öllu hlutafé Servium rétt í þessu.

Með þessum kaupum mun Advania stækka núverandi endursölustarfsemi sína og auka möguleika sína á að veita viðskiptavinum heildstæðari þjónustu í Bretlandi og Evrópu.

Servium er einkarekið upplýsingatækniþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í stýrðri þjónustu, hagræðingu upplýsingatækniinnkaupa of eignastýringu vélbúnaðar og hugbúnaðar. Bæði fyrirtækin eru þekkt fyrir áherslu á frammúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.

Núverandi viðskiptavinir Servium munu njóta góðs af umfangsmikilli tækni- og stafrænni umbreytingarþjónustu Advania.  Kaupin gera Advania kleift að bjóða enn breiðara framboð á þjónustu, hugbúnaði og vélbúnaði og styrkja tengsl við leiðandi framleiðendur og dreifingaraðila í Bretlandi. Viðskiptavinir munu svo auðvitað halda áfram að njóta góðs af alhliða þjónustu Advania frá upphafi til enda.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.