Aðstaðan er í Enköping og búist er við að endurnýting á búnaði hefjist í desember 2024.

Fréttir - 24.10.2023 15:11:14

Advania Svíþjóð sviptir hulunni af nýrri endurvinnslustöð

Advania í Svíþjóð hefur ákveðið að svara ákalli um bætta endurvinnslu tölvubúnaðar með því að opna sína eigin endurvinnslustöð.

Stöðinni er ætlað að tækla hið stóra vandamál sem rafrusl (e. e-waste) er orðið. Þar verður eldri búnaður gerður upp og lagaður svo hægt sé að koma honum aftur í notkun - í stað þess að honum sé fleygt. Endurvinnslustöðin verður miðstöð endurnýtingar hjá Advania á meginlandinu og búist er við að á ári hverju muni yfir milljón einingar rata aftur í umferð. Þetta er hluti af áherslu Advania á hringrásarhagkerfið og að hámarka nýtingu búnaðar sem annars hefði endað í ruslinu.

Fylgir ströngustu kröfum

Endurvinnslustöðin fylgir háum sjálfbærnisstöðlum, með það að markmiði að uppfylla alþjóðlega umhverfisvottun BREEAM-SE og sænska staðalinn NollC02. Byggingin verður knúin af sólarorku og mun nota jarðhita til upphitunar. Hún mun einnig bjóða upp á hleðslutöðvar fyrir rafmagnsbíla.

„Við erum ótrúlega stolt af því að taka á okkur enn meiri ábyrgð þegar kemur að sjálfbærni í upplýsingatækni með því að lengja líftíma búnaðar. Þetta er framtak sem ætlað er að uppfylla metnaðarfull sjálfbærnismarkmið okkar og koma á enn sterkara hringrásarkerfi.“

- Hege Störe, forstjóri Advania samsteypunnar

Lykilatriði

  • Búist er við að raftækjarusl aukist úr 44 milljónum tonna árið 2014 í 75 milljónir tonna árið 2030. Það er nærri tvöföldun á sextán árum.
  • Einungis 17% af tækjabúnaði í heiminum er endurunninn. Gull, silfur, kopar og platínum, sem eru verðmætir málmar, er oft hent frekar en að þeir séu endurunnir. Áætlað verðmæti þeirra er 57 milljarðar dollara (2019).
  • Að endurnýta fartölvu í stað þess að kaupa nýja, getur sparað allt að 200 kg af gróðurhúsalofttegundum. Að sama skapi má spara allt að 500 kg af gróðurhúsalofttegunum með því að endurnýta tölvuskjá.

Enduvinnsla hjá Advania á Íslandi

Advania á Íslandi hefur síðastliðin ár boðið viðskiptavinum aðstoð við að koma búnaði sem lokið hefur notkunartíma sínum í réttan farveg endurnotkunar og endurnýtingar. Fjölmargir viðskiptavinir hafa nýtt sér þá þjónustu. Í mörgum tilfellum hafa þeir hámarkað nýtingu og virði eldri búnaðar sem hægt er að nýta til endurfjárfestingar í nýjum tölvubúnaði.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.