Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania.

Fréttir - 9.7.2025 07:00:00

Advania tilnefnt fyrir samfélagsleg áhrif á Nordic Women in Tech Awards

Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.

Advania hlýtur þessa tilnefningu fyrir markvissar aðgerðir þessa árs í að styðja við jafnrétti og fjölskylduvænt vinnuumhverfi innan upplýsingatækninnar, sér í lagi vegna þess að aðgerðirnar hafa hvatt önnur fyrirtæki til að endurskoða eigin nálgun og stíga sömu eða sambærileg skref.

Tilnefningin byggir á stefnu og hlunnindum sem fyrirtækið innleiddi í byrjun árs 2025 og miða að því að styðja verðandi og nýbakaða foreldra með auknum réttindum og sveigjanleika. Tilkynnt var um aðgerðirnar í desember á síðasta ári og tóku þær gildi 1. janúar 2025. Nú þegar hefur fjöldi starfsfólks nýtt sér þetta og er mikil ánægja og stolt innan starfsmannahópsins yfir þessu verkefni og því fordæmi sem það hefur sett.

Stuðningurinn felur í sér greitt orlof fyrir fæðingu, ávinnslu orlofsréttinda á meðan á fæðingarorlofi stendur og möguleiki á hlutastarfi á fullum launum við endurkomu til vinnu. Aðgerðirnar eru hannaðar með jafnrétti að leiðarljósi og miða að því að auðvelda foreldrum að samræma fjölskyldulíf og starfsferil án þess að skerða starfsþróun eða tekjur.

„Við trúum því að jafnrétti og velferð starfsfólks séu lykilforsendur fyrir árangur og heilbrigt vinnuumhverfi,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðsstjóri Advania. „Það er okkur mikils virði að sjá að þessar aðgerðir hafa ekki aðeins haft jákvæð áhrif innan fyrirtækisins heldur einnig hvatt önnur fyrirtæki til að feta í sömu spor.“

Tilnefningin er enn ein staðfestingin á  mikilvægi þeirrar vinnu sem farið var af stað í innan fyrirtækisins varðandi þennan málaflokk og er þetta einnig frábær viðurkenning á þeirri skuldbindingu Advania til að skapa heildrænar lausnir sem koma til móts við raunverulegar þarfir foreldra á vinnumarkaði hér á landi.

Nordic Women in Tech Awards 2025 verða afhent í október í Finnlandi. Heildarlista þeirra sem eru tilnefnd frá öllum löndunum má finna á vef verðlaunanna.

„Við erum einnig sérstaklega stolt af því að Vertonet - Samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni, hafi hlotið tilnefningu.“ Vertonet var tilnefnt í flokknum Initiative of the Year fyrir Átaksverkefni þeirra síðustu tvö árin. Advania tók þátt í að hrinda verkefninu af stað og hefur verið virkur þátttakanda síðan.

Þóra Rut Jónsdóttir forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania á fyrsta umræðufundi Átaksverkefnis Vertonet.

Þóra Rut Jónsdóttir forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania á fyrsta umræðufundi Átaksverkefnis Vertonet.

Aðrir fulltrúar Íslands á verðlaunahátíðinni eru Bridget E. Burger sérfræðingur og rannsakandi hjá Háskólanum í Reykjavík, Kolfinna Tómasdóttir stofnandi og stjórnandi AiXist, Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands í Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir forstjóri og stofnandi Catecut, Nordic Ignite í flokknum fjárfestir ársins, Achola Otieno stofnandi Inclusive Iceland.

Lesa má meira um tilnefningarnar á vef verðlaunanna.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.