Helena Jónsdóttir frá Mental ráðgjöf, Rósa Hrund Kristjánsdóttir frá Hvíta húsinu og Guðríður Hjördís Baldursdóttur vörustjóri mannauðslausna

Blogg - 21.9.2023 14:55:30

Hvernig reglulegt samtal eykur árangur og ánægju starfsfólks

Á dögunum fór fram áhugaverður veffundur um hvernig reglulegt samtal eykur árangur og ánægju starfsfólks

Guðríður Hjördís Baldursdóttur vörustjóri mannauðslausna, Rósa Hrund Kristjánsdóttir frá Hvíta húsinu og Helena Jónsdóttir frá Mental ráðgjöf ræddu saman á léttu nótunum um hvernig regluleg samtöl á milli stjórnenda og starfsfólks styðja við vellíðan og starfsþróun starfsfólks.

Samskipti á vinnustað eru mikilvæg til að búa til gott starfsumhverfi

Það er margt sem hefur áhrif á samskipti eins og breyttir vinnustaðir með aukinni fjarvinnu, innkoma nýrra kynslóða og áhersla á heilsu og vellíðan starfsfólks. Allt þetta hefur skapað nýjar áskoranir og tækifæri fyrir mannauðsfólk og stjórnendur.

Á fundinum var fjallað um geðheilsustefnu, hvað það gengur út á og afhverju það skiptir máli að vinnustaðir setji sér slíka stefnu. Rósa Hrund fór yfir hvaða áhrif þetta hefur haft á hennar vinnustað, Hvíta húsinu og hverju það hefur breytt að setja aukna áherslu á regluleg samtöl milli stjórnenda og starfsfólks.

Helena frá Mental ráðgjöf lagði áherslu á mikilvægi þess að starfsfólk og stjórnendur fái þjálfun í framkvæmd og umgjörð samtala og að vinnustaðir fræði starfsfólk um geðheilsu og hvenær þörf er á aðstoð fagaðila.

Advania hefur þróað lausn sem heldur utan um starfsmannasamtöl. Samtal er heildstæð lausn sem heldur utan um samtöl milli starfsfólks og stjórnenda. Það straumlínulagar ferilinn og veitir mannauðsfólki hagnýt sniðmát og mælaborð.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.