Auður Inga var áður markaðsstjóri félagsins

Fréttir - 1.9.2023 09:23:35

Auður í framkvæmdastjórn Advania

Auður Inga Einarsdóttir er nýr framkvæmdastjóri innviðalausna Advania.

Hún hefur gegnt stöðu markaðsstjóra fyrirtækisins síðastliðin fjögur ár og þar áður sem forstöðumaður notendalausna.

Auður fer fyrir rekstri og þjónustu afgreiðslukerfa og sölu á miðlægum búnaði og notendabúnaði.

Forveri hennar, Hafsteinn Guðmundsson, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rekstrarlausna af Sigurði Sæberg Þorsteinssyni sem hverfur til annarra starfa innan Advania-samstæðunnar.

„Það er mikill fengur að fá Auði inn í framkvæmdastjórn félagsins. Hún hóf störf hjá okkur fyrir 10 árum, hefur sterka sýn og er mjög farsæll stjórnandi sem hefur einstakt lag á að fá fólk með sér“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania. „Ég er full tilhlökkunar og spennt að takast á við ný og krefjandi verkefni,“ segir Auður Inga Einarsdóttir.

Í framkvæmdastjórn Advania eru nú þau Sigríður Sía Þórðardóttir, Erna Björk Sigurgeirsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ámundadóttir, Auður Inga Einarsdóttir, Hinrik Sigurður Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Ægir Már Þórisson forstjóri.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.