Auður Inga var áður markaðsstjóri félagsins

Fréttir - 1.9.2023 09:23:35

Auður í framkvæmdastjórn Advania

Auður Inga Einarsdóttir er nýr framkvæmdastjóri innviðalausna Advania.

Hún hefur gegnt stöðu markaðsstjóra fyrirtækisins síðastliðin fjögur ár og þar áður sem forstöðumaður notendalausna.

Auður fer fyrir rekstri og þjónustu afgreiðslukerfa og sölu á miðlægum búnaði og notendabúnaði.

Forveri hennar, Hafsteinn Guðmundsson, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rekstrarlausna af Sigurði Sæberg Þorsteinssyni sem hverfur til annarra starfa innan Advania-samstæðunnar.

„Það er mikill fengur að fá Auði inn í framkvæmdastjórn félagsins. Hún hóf störf hjá okkur fyrir 10 árum, hefur sterka sýn og er mjög farsæll stjórnandi sem hefur einstakt lag á að fá fólk með sér“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania. „Ég er full tilhlökkunar og spennt að takast á við ný og krefjandi verkefni,“ segir Auður Inga Einarsdóttir.

Í framkvæmdastjórn Advania eru nú þau Sigríður Sía Þórðardóttir, Erna Björk Sigurgeirsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ámundadóttir, Auður Inga Einarsdóttir, Hinrik Sigurður Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Ægir Már Þórisson forstjóri.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.