Auður Inga var áður markaðsstjóri félagsins

01.09.2023

Auður í framkvæmdastjórn Advania

Auður Inga Einarsdóttir er nýr framkvæmdastjóri innviðalausna Advania.

Hún hefur gegnt stöðu markaðsstjóra fyrirtækisins síðastliðin fjögur ár og þar áður sem forstöðumaður notendalausna.

Auður fer fyrir rekstri og þjónustu afgreiðslukerfa og sölu á miðlægum búnaði og notendabúnaði.

Forveri hennar, Hafsteinn Guðmundsson, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri rekstrarlausna af Sigurði Sæberg Þorsteinssyni sem hverfur til annarra starfa innan Advania-samstæðunnar.

„Það er mikill fengur að fá Auði inn í framkvæmdastjórn félagsins. Hún hóf störf hjá okkur fyrir 10 árum, hefur sterka sýn og er mjög farsæll stjórnandi sem hefur einstakt lag á að fá fólk með sér“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania. „Ég er full tilhlökkunar og spennt að takast á við ný og krefjandi verkefni,“ segir Auður Inga Einarsdóttir.

Í framkvæmdastjórn Advania eru nú þau Sigríður Sía Þórðardóttir, Erna Björk Sigurgeirsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ámundadóttir, Auður Inga Einarsdóttir, Hinrik Sigurður Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Ægir Már Þórisson forstjóri.

Fleiri fréttir

Fréttir
14.05.2025
Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni, Innovation Week, í dag. Advania LIVE upptökuverið verður í þetta skiptið í bíl fyrir utan Kolaportið, þar sem aðalsvið Iceland Innovation Week er í ár.
Fréttir
14.05.2025
Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.
Fréttir
12.05.2025
Advania Group hefur birt ársskýrslu sína fyrir árið 2024, sem markar ár af miklum vexti og áframhaldandi árangri. Í skýrslunni er dregin upp heildstæð mynd af rekstri, stefnu og sjálfbærnimarkmiðum samstæðunnar og hvers lands fyrir sig.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.