Blogg - 19.12.2024 13:29:17

Aukinn stuðningur við verðandi og nýbakaða foreldra hjá Advania

Advania hefur ákveðið að innleiða nýjar breytingar til að styðja verðandi og nýbakaða foreldra á þessu merkilega, frábæra en krefjandi tímabili í kringum barnseignir.  Með þessum breytingum vill fyrirtækið tryggja að starfsfólk fái þann stuðning sem það þarf til að takast á við ný hlutverk og ábyrgðir sem fylgja foreldrahlutverkinu.

Sigrún Ósk Jakobsdóttir
mannauðsstjóri Advania á Íslandi

Þessar breytingar sem taka gildi 1. janúar næstkomandi munu auðvelda foreldrum að samræma vinnu og fjölskyldulíf, sem stuðlar að betri líðan og jafnvægi í daglegu lífi, sem og auðvelda endurkomu aftur til vinnu að orlofi loknu.

Launað leyfi á lok meðgöngu
Öllum einstaklingum sem ganga með barn eða börn býðst að fara í launað leyfi mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag. Fjarvera á þessu tímabili hefur ekki áhrif á veikindarétt starfsfólks. Þetta leyfi er óháð fjarveru á meðgöngu fram að því.

Ávinnsla orlofs
Starfsfólk í fæðingarorlofi ávinnur sér nú orlofsréttindi meðan á fæðingarorlofi stendur. Réttindin safnast hlutfallslega í takt við töku fæðingarorlofs.

Hlutastarf eftir fæðingarorlof
Við komu aftur til starfa að fæðingarorlofi loknu býðst starfsfólki að vera í 80% starfi á 100% launum í allt að þrjá mánuði. Þessu má dreifa innan 12 mánaða tímabils frá lok fæðingarorlofs.

Við vitum að það getur verið erfitt fyrir nýbakaða foreldra að snúa aftur til vinnu. Það þarf að aðlaga barnið í nýrri rútínu, hvort sem hitt foreldrið er að taka við eða barnið að fara í dagvistun. Við foreldrarnir þurfum ekki síður aðlögun, enda er oft erfitt að stíga aftur inn í starfið sitt eftir langa fjarveru.

Með þessu viljum við styðja fólk í gegnum þessar breytingar og auðvelda endurkomu að orlofi loknu.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.