Bein útsending frá vefdagskrá Haustráðstefnunnar
Í dag fer fram vefdagskrá Haustráðstefnu Advania. Vefráðstefnan er frí og opin öllum sem skrá sig.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania
Áherslur Haustráðstefnunnar í ár eru gervigreind, netöryggi, sjálfbærni og nýsköpun.
Á vefráðstefnunni fáum við að heyra frá fimmtán sérfræðingum í þessum málaflokkum.
Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér fyrir neðan en hægt er að fylgjast með útsendingunni frá 9.10 til 12.30 í dag hér á vef Advania. Upptökurnar verða einnig aðgengilegar að útsendingu lokinni. Bæði eru þetta fyrirlestrar á íslensku og ensku.
Dagskrá vefhluta Haustráðstefnu Advania 2025
- 9:10 Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania opnar ráðstefnuna
- 9:15 Leifur Steinn Gunnarsson – Gagnaver sem hjálpa
- 9:30 Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir - AIconomies of Scale: leveraging a passion for product knowledge to drive change in fashion
- 9.45 Tryggvi Freyr Elínarson – Er ChatGPT ekki örugglega að finna vefinn þinn?
- 10:00 Henri Schulte - The Agentic Future - Building AI applications that reason, act, and learn
- 10:15 Helena Jónsdóttir – Mannauður sem sjálfbær auðlind
- 10:30 Birna Íris Jónsdóttir - Rammasamningur Stafræns Íslands - umbreytingarafl í nýsköpun og þróun
- 10:45 Guðjón Ólafsson og Ósvald Jarl Traustason – Vörumst netsvik saman
- 11:00 Hjörtur Sigurðsson – Næsti forritari fyrirtækisins… er ekki forritari
- 11:15 Jóhannes Eiríksson og Tómas Eiríksson – Gervigreindin verður leikbreytir í störfum lögfræðinga
- 11:30 Eyvar Örn Geirsson – Ölduorka við Íslandsstrendur – Ónotaður orkukostur framtíðar
- 11:45 Hannah Ajala-Rahman - Equity by Design: Who’s Left Behind in a Digital Europe?
- 12:00 Kolfinna Tómasdóttir – Frá magatilfinningu til samfélagslegra áhrifa
- 12:15 Ásta Maack – Endurnýjun í stað úreldingar: Lengjum líftíma raftækja
Tölum saman um gervigreind, netöryggi, sjálfbærni og nýsköpun
Á morgun, fimmtudaginn 4. september, fer svo fram aðaldagskrá Haustráðstefnunnar í Hörpu þar sem tuttugu fyrirlesarar stíga á svið.
Við erum einstaklega stolt af því að geta boðið áhorfendum upp á áhugaverða fyrirlestra frá sérfræðingum á sviði gervigreindar, netöryggis, nýsköpunar og sjálfbærni .
Einnig munum við heyra sögur af vel heppnuðum verkefnum og fá innblástur fyrir haustið framundan.
Í Hörpu fer líka fram fjöldi hliðarviðburða frá samstarfsaðilum okkar, mörgum af stærstu tæknifyrirtækjum í heimi.