19.09.2023

Breytingar á Microsoft áskriftum sem innihalda Teams 

Á dögunum tilkynnti Microsoft væntanlegar breytingar á áskrifaleiðum Microsoft 365, Office 365 sem innihalda Teams innan Evrópska efnahagssvæðis og í Sviss

Þessar breytingar hafa áhrif á Íslenskan markað og eru gerðar til að bregðast við athugasemdum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um samkeppnislög innan EES.

Til að uppfylla kröfur samkeppnislaga mun Microsoft breyta því hvernig þeir selja þessar vörur.

  • Enterprise - Office 365 E1/E3/E5 and Microsoft 365 E3/E5  - Sala á nýjum áskriftum mun ekki innihalda Teams
  • SMB - Microsoft 365 Business Basic/Standard/Premium - Tvær áskriftaleiðir í boði bæði með og án Teams
  • Frontline workers - Office 365 F3, Microsoft 365 F1/F3)  - Tvær áskriftaleiðir í boði bæði með og án Teams

Þetta þýðir að frá og með 1. október 2023 verður ekki hægt að kaupa nýjar Microsoft 365 eða Office 365 Enterprise áskriftir sem innihalda Teams, heldur verður Teams seld sem stök vara.

Fyrir viðskiptavini sem eru nú þegar í NCE áskrift á Microsoft 365 eða Office 365 Enterprise, þá breytist lítið.

Hægt er að nota Teams eins og áður, og endurnýja núverandi áskrift og breyta notendafjölda eins og vanalega. Það verður hins vegar ekki hægt að breyta lengd binditíma, nema skipta yfir í nýja formið hjá Microsoft.

Nýir áskrifendur af Office/Microsoft 365 Enterprise sem vilja nýta Teams kaupa tvær áskriftir

  • Microsoft/Office 365 + Microsoft Teams EES

Íslensk verð á þessum nýju áskriftum verða aðgengileg í október.

Hægt er að lesa meira um þessar breytingar hér:

Microsoft announces changes to Microsoft 365 and Office 365 to address European competition concerns - EU Policy Blog

New subscription structure for Microsoft 365 in Europe

Fleiri fréttir

Fréttir
14.05.2025
Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni, Innovation Week, í dag. Advania LIVE upptökuverið verður í þetta skiptið í bíl fyrir utan Kolaportið, þar sem aðalsvið Iceland Innovation Week er í ár.
Fréttir
14.05.2025
Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.
Fréttir
12.05.2025
Advania Group hefur birt ársskýrslu sína fyrir árið 2024, sem markar ár af miklum vexti og áframhaldandi árangri. Í skýrslunni er dregin upp heildstæð mynd af rekstri, stefnu og sjálfbærnimarkmiðum samstæðunnar og hvers lands fyrir sig.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.