Það fer ekki mikið fyrir þessari öflugu vél

Blogg - 9.12.2025 09:41:51

Dell Pro Max GB10: Tæknigrunnur fyrir næstu kynslóð gervigreindarlausna?

Það er gaman að segja frá því að næsta skref í þróun og reiknilíkönum fyrir gervigreind er á leiðinni. Advania kynnti fyrir stuttu NVIDIA DGX Spark vélina sem seldist upp samdægurs, nú er komið að Dell að taka við keflinu.

Sævar Ríkharðsson
Vörustjóri Dell á Íslandi

Dell Pro Max GB10 er engin venjuleg tölva

Dell Pro Max GB10 er væntanleg á lager. Vélin er búin sömu grunnkerfum og eiginleikum og NVIDIA DGX Spark vélin ásamt því að NVIDIA AI hugbúnaðarumhverfið fylgir einnig með Dell Pro Max GB10. Vélin er næsta skref í þróun og vinnslu á gervigreind. Stundum hentar betur að þróa gervigreindarlíkön „on prem“ áður en varan er gefin út og fer í rekstur. Þá hentar Dell Pro Max GB10 fullkomlega. Lítil og nett á skrifborðið.

Af hverju Dell Pro Max GB10?

  • Hún er hönnuð fyrir framtíðina. Ætluð fyrir gervigreind, gagnagreiningu og þung reiknilíkön.
  • Afköst í fremstu röð.  Grace Blackwell 10 arkitektúrinn tryggir hraða og vinnslu sem hingað til hefur ekki verið fáanleg í nettri lausn beint á skrifborðið.
  • 2TB geymslupláss. Nóg pláss fyrir gagnasöfn, verkefni og vinnuflæði.
  • 3 ára ábyrgð. Dell tryggir öryggi og þjónustu svo þú getir unnið áhyggjulaust.
Sjáðu vélina í vefverslun:

Dell Pro Max GB10 AI tölva

Dell Pro Max GB10 er hönnuð fyrir gervigreindarþróun og vinnslu gagna. Opnaðu nýja möguleika með Grace Blackwell flögunni og hugbúnaðarumhverfi NVIDIA uppsettu. Væntanleg afhending í lok desember.

Dell Pro Max GB10 AI tölva

Fyrir hverja vélin hugsuð?

  • Fyrirtæki sem vinna með gervigreind og stór gagnasöfn.
  • Þróunarteymi sem þurfa hraða og stöðugleika.
  • Vísindarannsóknir og verkefni sem krefjast mikils útreikningsafls.

Fullkomin fyrir þróun gervigreindar

Ef þú ert að vinna með gervigreind, þá er þetta frábær lausn fyrir þig. Vélin er sérhönnuð til að:

  • Þróa og þjálfa flókin gervigreindarlíkön
  • Keyra stór gagnasöfn djúptauganet án þess að missa hraðann
  • Skila stöðugum afköstum í verkefnum sem krefjast þungrar reiknigetu

Eigum við að ræða þín tækifæri?

Innan raða Advania eru ótal sérfræðingar í gervigreind. Við sérhæfum okkur í öllu frá valinu á rétta vélbúnaðinum, til gagnavinnslu og almennrar ráðgjafar.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.