Dótadagur í Advania Akureyri
Það var líflegt andrúmsloft á skrifstofu Advania á Akureyri þegar gestir komu saman í dag til að kynna sér nýjustu lausnir í netöryggi, fjarfundabúnaði og tölvubúnaði. Viðburðurinn var vel sóttur og stemningin eftir því. Skemmtilegur morgunn þar sem tæknin var í forgrunni.
Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna
Fortinet kynnti net og öryggislausnir
Sérfræðingar frá Fortinet á Íslandi mættu á svæðið og kynntu öflugar lausnir í netöryggi. Þeir sýndu fram á virkni kerfanna og svöruðu spurningum gesta af mikilli fagmennsku. Með þeim var Vignir Benediktsson, sölusérfræðingur í netlausnum hjá Advania, sem veitti innsýn í það hvernig lausnirnar nýtast í mismunandi rekstrarumhverfi.
Nýjungar í samskiptalausnum og öryggisbúnaði
Sigurgeir Þorbjarnarson, vörustjóri funda- og samskiptalausna hjá Advania, fór svo yfir það nýjasta í vöruframboði fyrirtækisins. Þar má nefna:
- Verkada myndavéla- aðgangsstýringa og öryggislausnir
- Nýjustu fjarfundalausnirnar
- Október Skjáfest tilboð á iiyama skjám – sem nú eru til sýnis á skrifstofunni á Akureyri
Dell vörulína og góðar móttökur
Gestir fengu einnig að skoða nýjustu fartölvur og skjái frá Dell, sem vöktu mikla athygli. Það var greinilegt að áhuginn var mikill – enda tóku Sigurður Rúnar og Jónas á móti gestum af höfðingsskap og tryggðu að allir fengju góða upplifun.
Hafðu samband – við höfum lausnina!
Við hjá Advania viljum þakka öllum sem mættu og gerðu daginn að því sem hann var – fróðlegur, skemmtilegur og tengdur. Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira – starfsfólk Advania er alltaf með lausnina fyrir þig!