Einar Örn Sigurdórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Advania

Fréttir - 1.11.2023 10:50:39

Einar Örn ráðinn markaðsstjóri Advania

Einar Örn mun leiða markaðsmál hjá Advania en hann hefur síðustu ár starfað sem ráðgjafi og hugmyndaleiðtogi í markaðssetningar- og mörkunarverkefnum í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi.

Má þar nefna herferðir fyrir Ford Motor Co og Lincoln Motors auk hluta af þróunarverkefninu Cool Japan sem yfirvöld í Japan og Okinawa lögðu upp með til að kynna Japan og japanskar vörur á erlendum mörkuðum. Einar starfaði áður um árabil sem leiðtogi hugmynda og hönnunar á Íslensku auglýsingastofunni eftir að hann sneri heim eftir rúman áratug í starfi og námi í Boston og New York. Einar er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaraprófi í Markaðsboðskiptafræði við Emerson College í Boston.

Einar Örn tekur við starfi markaðsstjóra af Auði Ingu Einarsdóttur sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra innviðalausna hjá Advania.

„Ég hlakka mikið til að leiða kraftmikið markaðsteymi Advania á þessum spennandi tímum. Stafrænar umbreytingar eru að bylta lífi okkar allra og tækifærin til að nýta tækni til góðs eru allsstaðar. Hlutverk Advania sem leiðtoga á markaðinum er mikilvægt, og sannarlega krefjandi og skemmtileg áskorun að fá að vera hluti af því að efla það“.

- Einar Örn Sigurdórsson, nýr markaðsstjóri Advania

„Það er mikill fengur fyrir Advania að fá Einar í okkar teymi. Í markaðsstarfi þekkingarfyrirtækja er fátt mikilvægara en getan til að fanga þá fjölbreyttu hæfni sem býr inn á vinnustaðnum og miðla henni út á við. Reynsla Einars af því að vinna með öflugustu fyrirtækjum landsins auk alþjóðlegrar reynslu mun klárlega styrkja okkur og efla“.

- Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.