Blogg - 14.3.2024 14:59:20

Einfalt líf og engar snúrur

Dönsku tæknifyrirtækin Airtame og Jabra hafa blásið til samstarfs í vöruframboði. Í krafti þess býður Advania nú upp á frábært tilboð á pakka fyrir fundarherbergi.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Fyrirtækið Airtame hefur nú hafið náið samstarf með Jabra, sem er leiðandi fyrirtæki í hljóð- og myndtækni fyrir fjarnám og -vinnu. Markmiðið er að bjóða upp á einfalda og öfluga lausn fyrir fundi í fjölþjóðlegum umhverfum. Það er einstaklega gaman að sjá þessi 2 dönsku tæknifyrirtæki sameina krafta sína í til þess að skapa samræmda lausn fyrir mismunandi fundarrými.

Hartnær 50% afsláttur í vefverslun

Advania er endursöluaðili á bæði Airtame og Jabra á Íslandi. Advania býður nú viðskiptavinum upp á sérstakt tilboð á Airtame Hub og Jabra Panacast 50.

Sjáðu tilboðið í vefverslun
404

Airtame er þekkt sem framúrskarandi lausn til þess að deila skjá þráðlaust (Windows Miracast, Apple Airplay, GoogleCast, Airtame WebRTC). Airtame hefur einnig verið að vinna á sem lausn fyrir upplýsingingaskjái (Digital signage) og nú sem lausn sem styður þráðlausar tengingar við ýmsar myndfundaveitur, svo sem Microsoft Teams, Zoom, Google Meet og Webex.

Jabra býður upp á gæðahátalara, myndavélar og hljóðstangir fyrir fundi. Saman geta þessar lausnir nútímavætt fundarherbergi án þess að fylla það af snúrum. Lausnin er því einföld, stílhrein og falleg með frábærum hljóð og myndgæðum.

Til þess að nota þessa lausn eftir að hún hefur verið sett upp í fundarherbergjum, þarf einungis að sækja forrit, sem svo talar við Airtame tækið. Með aðstoð Airtame Hub og Jabra Panacast 50 er nefnilega hægt að snjallvæða fundarherbergið með einum einföldum pakka. Airtame les dagatal starfsmannsins og tengist búnaðurinn fundinum óháð því hvaða tegund af fjarfundi er um að ræða.

Fleiri fréttir

Blogg
29.10.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson ræðir við Theodór Gíslason framkvæmdarstjóra og stofnanda Defend Iceland um netöryggismál og þá sérstaklega netöryggisseiglu og ógnarveiðar á veffundi í beinni útsendingu í fyrramálið. Í nýju bloggi skrifar hann um mikilvægi þess að skoða netöryggisseiglu, ógnarveiðar og villuveiðar sem heildræna nálgun.
Fréttir
27.10.2025
Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu  forstöðu. Starfar  hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta.
Fréttir
23.10.2025
Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi, tók þátt í opnun New Nordics AI Center í Helsinki dagana 22. - 23. október, sem fram fór í utanríkisráðuneyti Finna.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.