Fréttir - 13.12.2023 08:45:29

Eldri Microsoft áskriftaleiðir renna sitt skeið

Nú er komið að því að eldri áskriftaleiðir skýjaleyfa hjá Microsoft renna sitt skeið. Eftir 11. janúar 2024 byrjar Microsoft sjálfvirkt að flytja eldri leyfi yfir á NCE áskriftaleiðina.

Flestir viðskiptavinir okkar eru nú þegar með vörur sínar í NCE og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessari sjálfvirku færslu eldri áskriftarleiða.

Mikilvægt er að velja áskriftaleiðir sem hentar rekstri fyrirtækisins best og þannig nýta hagstæðustu leiðina. Hægt er að blanda saman áskriftaleiðum í takt við samsetningu starfsmanna. Við mælum með að velja árs binditíma fyrir starfsmenn í föstu starfi og kaupa svo leyfi með 1 mánaða binditíma fyrir starfsmenn í tímabundnu starfi í fáa mánuði,  t.d. sumarstarfsmenn og verktakar.

Fáðu frekari upplýsingar

Fleiri upplýsingar um áskriftaleiðir Microsoft má finna á heimasíðu Advania:

Microsoft áskriftaleiðir

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.