Fréttir, Nýjasta nýtt - 5.5.2023 13:43:58

Erna Björk fjármálastjóri Advania 

Erna Björk Sigurgeirsdóttir er nýr fjármálastjóri Advania og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún kemur til Advania frá Sýn.

Erna Björk fer fyrir fjármálum og rekstri Advania og leiðir hagdeild fyrirtækisins.

Hún er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands auk þess að vera löggildur verðbréfamiðlari.

Erna starfaði hjá Sýn frá árinu 2020 þar sem hún var forstöðumaður fjármála og leiddi hagdeild, reikningshald og innheimtu. Áður gegndi hún starfi fjármálasérfræðings hjá Borgun og þar á undan var hún verkefnastjóri á ráðgjafasviði fjármálagreininga KPMG.

„Við hlökkum til samstarfs við Ernu Björk. Hún er afar metnaðarfull, drífandi og smitar út frá sér góðri orku. Ég er sannfærður um að reynsla hennar, ákefð og einstakt viðhorf verði frábær viðbót í framkvæmdastjórn félagsins,” segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

„Advania er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni og það eru sannarlega spennandi tímar fram undan. Ég hlakka til að taka þátt í þróun fyrirtækisins með öllu því öfluga fólki sem þar starfar,“ segir Erna Björk.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.