Fimm ástæður fyrir því að vera með aðgang að vefverslun Advania
Er þinn vinnustaður með aðgang að vefverslun Advania? Ef ekki, eru hér fimm prýðilegar ástæður fyrir því að þið ættuð að stofna aðgang í einum grænum.
Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania
1. Bestu kjörin og frí heimsending
Öll fyrirtæki eru með afslátt í vefverslun. Þegar keypt er á vefnum er svo veittur aukalegur 2% afsláttur á flestum vörum. Frí heimsending er á öllum pöntunum í vefverslun, hvert á land sem er. Það er því alveg á hreinu að bestu kaupin er hægt að gera á vefnum.
2. Einstaklega þægileg notendaumsýsla
Innskráning fer fram með rafrænum skilríkjum og hver starfsmaður sem hefur heimild til innkaupa fær sinn eiginn aðgang. Hvert fyrirtæki fær svo admin notanda sem hefur yfirsýn yfir alla notendur, fær tilkynningar um umsóknir, og sér yfirlit yfir kaup. Þannig einföldum við málin og tryggjum gagnsæi.
3. Mínar síður
Á mínum síðum er hægt að sjá allar pantanir, niðurhala reikningum og sinna notendaumsýslu. Þar geta notendur sýslað með innkaupalista og admin notendur geta jafnvel útbúið lista sem hægt er að deila með öðrum notendum innan fyrirtækisins.
4. Starfsfólkið þitt fær afslátt
Starfsfólk fyrirtækja í viðskiptum fá vitaskuld afslátt í vefverslun. Þetta er gert á sérstaklega einfaldan hátt með svokölluðum prómókóðum og krefst engrar íhlutunar frá fyrirtækinu sjálfu. Starfsfólkið einfaldlega skráir sig inn og setur nafn vinnustaðarins í Prómókóðar á Mínum síðum.
5. Sérsmíðuð upplifun
Með einföldum hætt er hægt er að birta sérvaldar vörur og skilaboð fyrir hvert fyrirtæki. Admin notendur geta sjálfir raðað á innkaupalista sem birtast öðrum innkaupaaðilum fyrirtækisins. Þannig er hægt að setja stefnu í innkaupum á græjum, og deila ábyrgðinni á marga aðila.
Nældu þér í frían aðgang í tveimur einföldum skrefum
Til að stofna nýjan fyrirtækjaaðgang þarftu einungis að:
- Skrá þig inn með rafrænum skilríkjum
- Fylltu út kennitölu félagsins og vinnunetfang
Og flóknara er það ekki. Þjónustufulltrúar okkar fara yfir umsóknina í einum grænum og staðfesta að allt sé með felldu. Tilkynning kemur svo í tölvupósti þegar allt er klárt.