Blogg - 8.9.2025 12:00:00

Gervigreind Verkada gegn þjófnaði í verslunum

Það var líf og fjör á Haustráðstefnu Advania þar sem Verkada var bæði með hliðarviðburð og sýningarbás og fengu gestir tækifæri til að kynnast lausninni og sjá hvernig gervigreindin nýtist í öryggis- og rekstrarvöktun.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Lausnin vakti mikla athygli. Sérstaklega fyrir einfaldleika í rekstri og hvernig hún nýtir gervigreind til að greina hegðun, bregðast við atvikum og viðbragð í rauntíma.

Á ráðstefnunni var einnig frumsýnt myndband sem var gert í samstarfi við Samkaup. Þar var sýnt hvernig Verkada lausnin er nú sett upp í nokkrum Nettó verslunum til að sporna við þjófnaði sem hefur því miður aukist verulega í verslunum að undanförnu. Lausnin býður upp á snjalla myndavélatækni, aðgangsstýringu og greiningar sem gera starfsfólki kleift að bregðast hratt og örugglega við.

Þjófnaður í verslunum er vaxandi áskorun og hefur áhrif á bæði rekstur og starfsfólk. Því er mikilvægt að verslanir geti nýtt sér nútímalausnir til að verjast þessum vanda. Verkada býður upp á samþætta og notendavæna lausn sem getur skipt sköpum í baráttunni gegn tjóni og óöryggi.

Við hjá Advania erum alltaf tilbúin í fundi með nýjum viðskiptavinum sem vilja kynna sér Verkada lausnina nánar – hvort sem það er fyrir verslanir, skrifstofur eða aðra starfsemi þar sem öryggi og yfirsýn skipta máli.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.