Precision í sínu náttúrulega umhverfi

Blogg - 27.2.2024 10:10:29

Gervigreindin er mætt í Precision

Með aukinni áherslu á gervigreind eykst einnig þörfin á öflugum tölvubúnaði.

Bragi Gunnlaugsson
Sérfræðingur, innviðalausnum Advania

Það hefur trúlega ekki farið framhjá neinum að gervigreind er að umbylta flestu í upplýsingatækni. Vinnutölvur eru þarna engin undantekning og hefur nú nýtt hugtak litið dagsins ljós: AI PC. Þessar tegundir tölva nýta krafta nýrra tegunda flaga frá Intel: Intel Core Ultra með vPro. Þessar flögur búa yfir

  • Örgjörva (CPU),
  • Skjástýringu (GPU),
  • Vél sem vinnur með tauganet (NPU)
  • Og síðast ekki en síst: gervigreindarvél (xPU)

Með því að byggja gervigreindarvirkni beint á flöguna, er ekki bara hægt að létta álaginu af öðrum hlutum kerfisins, heldur opna á ótal nýja möguleika í vinnu.

Vinnuþjarkur fær nýtt hlutverk

Dell Precision hefur verið bakbeinið í vinnu margra verkfræðinga, arkitekta og hönnuð í rúm 25 ár. Enda er línan hönnuð fyrir mjög þunga vinnslu sem aðrar vélar ráða hreinlega ekki við. Hefðbundin verkefni Dell Precision hafa lengi verið allt frá uppbyggingu þrívíddarmódela í hönnun bygginga, til bíómyndagerðar, úrvinnslu gagna og margt margt fleira. Með tilkomu nýrrar tækni hefur annað verkefni bæst við listann: uppbygging og vinnsla gervigreindar.

Samkvæmt rannsóknum Dell¹, eru þrjú af hverjum fjórum fyrirtækjum farin að huga að gervigreind í rekstri og veita fjármagni í málaflokkinn. Þetta hefur sýnt sig í auknum áhuga á Dell Precision - þar sem verkefni tengd gervigreind krefjast oft mikils afls. Það má því segja að þessi trausti vinnuþjarkur sé kominn með nýtt hlutverk.

„Sem miðstöð á sviði læknisfræðilegra rannsókna með gervigreind, skiljum við mikilvægt hlutverk tækninnar. Hún er ósýnilegi samstarfsaðilinn í heilbrigðisþjónustu sem greinir hið mikla magn af gögnum og leiðir til bættra, hraðara og nákvæmari niðurstaðna. Dell Precision vinnustöðvar veita þá frammistöðu og áreiðanleika sem við þurfum fyrir líkindagerð með gervigreind. Þetta er stór hluti af tæknigrunninum sem þarf til við að efla gervigreind innan læknisfræðilegra rannsókna okkar.“

-Dr. Hooman Rashidi, forstöðumaður PLMI: miðstöðvar gervigreindar og gagnavísinda við Cleveland Clinic í Bandaríkjunum

Ný lína er tilbúin í slaginn

Ný Dell Precision er fáanleg með allt að 96 kjarna krafti og er sú öflugasta til þessa. Hún á því í engum vandræðum með hefðbundnu verkefnin og þau nýju sem eru að verða til.

Ummál vélanna hefur verið rýmkað til að auka loftflæði og búa til pláss fyrir enn meiri stækkunarmöguleika. Í boði eru allt að 56TB af geymslupláss og upp að 2TB af DDR5 vinnsluminni. Með möguleika á allt að 48GB skjákorti er því víst að fá verkefni þvælast fyrir nýju Precision línunni.

Eigum við að umbylta þinni vinnu?

Nýju vélarnar eru komnar í Advania. Skoðaðu úrvalið og vertu í bandi - sérfræðingar okkar eru alltaf reiðubúnir að aðstoða með val á réttu vinnustöðinni.

Fleiri fréttir

Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Blogg
29.10.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson ræðir við Theodór Gíslason framkvæmdarstjóra og stofnanda Defend Iceland um netöryggismál og þá sérstaklega netöryggisseiglu og ógnarveiðar á veffundi í beinni útsendingu í fyrramálið. Í nýju bloggi skrifar hann um mikilvægi þess að skoða netöryggisseiglu, ógnarveiðar og villuveiðar sem heildræna nálgun.
Fréttir
27.10.2025
Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu  forstöðu. Starfar  hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.