Sérfræðingar iiyama töluðu fyrir þétt setnum sal

Blogg - 20.5.2025 14:51:37

Góð mæting, frábært veður og nýjungar á morgunverðarfundi Advania og iiyama

Það var líf og fjör í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni þegar boðað var til morgunverðarfundar í samstarfi við skjáframleiðandann iiyama.

Sigurgeir Þorbjarnarson
Vörustjóri funda- og samskiptalausna

Advania og iiyama hafa átt í farsælu samstarfi um árabil og var þessi viðburður liður í því að kynna nýjungar og efla tengslin enn frekar. Mætingin var afar góð, gestir nutu ljúffengrar morgunhressingar og veðrið lék við gesti sem gátu notið sólargeislanna á svölunum.

Á fundinum fór Benjamin Watson, Svæðisstjóri fyrir norðulandamarkað hjá iiyama yfir sögu fyrirtækisins og helstu vöruflokka þess. Hann kynnti nýjustu snertiskjáalínu iiyama, TE13, sem hönnuð er sérstaklega með þarfir skóla og fyrirtækja í huga. Skjárinn vakti mikla athygli fyrir notendavæna hönnun og fjölbreytta möguleika í kennslu og fundarhaldi.

Einnig var farið yfir nýjustu línu upplýsingaskjáa og snertiskjáa sem henta sérstaklega vel fyrir verslanir og aðra þjónustustaði þar sem skýr og áhrifarík miðlun efnis skiptir máli.

Benjamin kynnti jafnframt tvær fríar skýjalausnir frá iiyama: iiControl, sem veitir stjórn á skjám í gegnum vefviðmót, og iiSignage², sem gerir notendum kleift að birta stafrænt efni á einfaldan og skilvirkan hátt. Þessar lausnir eru sérstaklega hentugar fyrir skólaumhverfi og fyrirtæki sem vilja nýta tæknina til að bæta upplýsingamiðlun og samvinnu.

Um iiyama

Iiyama er eitt af leiðandi fyrirtækjum í heiminum í framleiðslu á tölvuskjám. Fyrirtækið var stofnað árið 1972 af Kazuro Katsuyama í borginni Iiyama í Nagano héraði í Japan. Iiyama hefur náð árangri með stöðugri þróun á hágæða vörum á sanngjörnu verði.

Með þessum viðburði hóf Advania einnig formlega sölu á borðskjám frá iiyama og bætir þannig við vöruúrval sitt í skjálausnum. Þetta skref styrkir stöðu Advania enn frekar sem leiðandi aðila í skjálausnum fyrir íslenskan markað.

Fundurinn var vel heppnaður og gestir fóru heim með nýja innsýn í tæknilausnir framtíðarinnar.

Nýttu þér sérstakt tilboð

Að tilefni fundarins, býður Advania og iiyama skjái og búnað á tilboði. Sjáðu úrvalið í vefverslun og gerðu frábær kaup.

Fleiri fréttir

Fréttir
08.07.2025
Advania á Íslandi hefur hlotið tilnefningu til Nordic Women in Tech Awards í ár í flokknum Samfélagsleg áhrif (e. Social Impact) fyrir aukinn stuðning við verðandi og nýbakaða foreldra á vinnustaðnum. Hundruð tilnefninga til verðlaunanna bárust í ár og Advania var sigurvegari á Íslandi í þessum flokki og verður því stoltur fulltrúi landsins í þessum verðlaunaflokki.
Fréttir
03.07.2025
Advania hefur tilkynnt um kaup á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar. The AI Framework hefur gríðarlega þekkingu og reynslu í að leiða og styðja við fyrirtæki og stofnanir á þeirra gervigreindarvegferð.
Fréttir
02.07.2025
Eftir mörg góð ár á Tryggvabrautinni höfum við hjá Advania flutt starfsstöð okkar á Akureyri í nýtt og glæsilegt húsnæði að Austursíðu 6, 3. hæð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.