Fréttir, Nýjasta nýtt - 29.3.2022 15:12:02

Landsvirkjun tekur upp Dynamics 365 Finance

Landsvirkjun hefur samið við Advania um innleiðingu á nýju viðskiptakerfi, Dynamics 365 Finance. Eftir útboðsferli urðu Advania og Pingala fyrir valinu til að aðstoða Landsvirkjun við innleiðinguna.

„Við hlökkum til að takast á við innleiðingu á Dynamics 365 Finance og við sjáum mikinn ávinning í því að taka í notkun skýjalausn sem býður uppá stöðugar uppfærslur sem tryggir að við erum ávallt að nota nýjustu útgáfu kerfisins,“ segir Jóna Soffía Baldursdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Landsvirkjun.

Dynamics 365 Finance (https://dynamics.microsoft.com/en-us/finance/overview) er öflug og alhliða viðskiptalausn frá Microsoft. Lausnin er keyrð í skýinu og hentar fyrir fyrirtæki í flóknari rekstri sem þurfa öflugt og sveigjanlegt umhverfi. Dynamics 365 inniheldur fullkomnar einingar fyrir fjárhag, birgðahald, verkbókhald, innkaup og sölu ásamt fleiri rekstrarþáttum. Þar sem lausnin er sérstaklega hönnuð með sveigjanleika og samþættingu í huga næst einfaldari samþætting við aðrar skýjalausnir frá Microsoft og um leið einfaldara rekstrarumhverfi.


„Við erum gríðarlega stolt af því að fá að takast á við þetta verkefni fyrir Landsvirkjun,“ segir Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. „Advania hefur til fjölda ára veitt ráðgjöf og þjónustað Dynamics viðskiptakerfin frá Microsoft. Við höfum ávallt lagt áherslu á gott samstarf og öfluga ráðgjöf til viðskiptavina okkar. Þetta er algjört lykilatriði í því verkefni sem fram undan er með Landsvirkjun.“

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.