Fréttir - 21.1.2025 14:28:05

„Liva er kerfi sem getur nýst öllum sem eru að bóka í ferðir“

Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.

Með ferðaþjónustunni fyrir ferðaþjónustuna

Liva bókunarlausnin var þróuð fyrir aðila í ferðaþjónustunni eftir ákall frá viðskiptavinum Advania.

„Liva er kerfi sem getur nýst öllum sem eru að bóka í ferðir,“ segir Ágúst.

„Aðalatriðið er að það á eftir að leysa af  tvö, jafnvel þrjú, önnur miklu flóknari og þyngri kerfi.“

Hjarta starfseminnar á Jökulsárlóni eru bátsferðirnar. Ágúst segir að þar sem gestafjöldi fyrirtækisins sé yfir 150.000 farþegar á ári, skipti miklu máli bókunarkerfið tali vel við aðrar lausnir.

„Það er mikilvægt að þetta hjarta fyrirtækisins slái í takt við öll kerfi sem við erum að nota til að láta allt ganga smurt fyrir sig.“

Hér fyrir neðan má heyra reynslu Ágústs af Liva.

Um Liva

Liva er bókunarlausn sem var þróuð af Advania til að mæta þörfum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Um er að ræða skýjalausn sem er einföld í uppsetningu og skalast auðveldlega með viðbótum innan kerfisins. Með Liva hefur þú betri yfirsýn yfir bókanir, búnað og starfsfólk.

Í Liva heldur þú utan um öll aðföng eins og starfsfólk, búnað og tæki sem þarf til að veita þjónustuna þína. Einnig hefur kerfið góðar samþættingar við bókhaldskerfi og tengingar við SMS þjónustur og önnur markaðstól.

Notendur Liva hafa meiri fyrirsjáanleika í rekstrarkostnaði þar sem boðið er upp á fastar áskriftir og engin prósenta er tekin af bókunartekjum. Auðvelt er að breyta áskriftum eftir þörfum, Liva vex því með þér. Veldu þá leið sem hentar þínum rekstri alveg sama hvort þú sért komin langt eða stutt í þinum rekstri. Alltaf er hægt að bæta við tengingum óháð áskrift.

Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.