Blogg - 8.4.2024 14:49:27

Mikilvægi vöktunar fyrir starfsemi fyrirtækja í dag

Í hröðu stafrænu landslagi nútímans treysta fyrirtæki að miklu leyti á upplýsingatækni innviði til þess að halda sinni starfsemi gangandi, til þess að vaxa og vera samkeppnishæf.

Elísabet Ósk Stefánsdóttir
vörustjóri Skjaldar hjá rekstrarlausnum Advania

Með ört vaxandi flækjustigi, vex einnig hættan á truflunum, öryggisbrestum og flöskuhálsum sem erfitt getur verið að leysa úr, án þess að hafa þekkingu eða mannskap til þess að bregðast hratt við.

Þarna kemur inn mikilvægi þess að hafa skilvirka vöktun á þeim kjarnainnviðum sem eru mikilvægir fyrir daglega starfsemi.

Vöktunarþjónusta (e. monitoring-as-a-service) er þjónusta þar sem viðskiptavinir úthýsa vöktun á sínum kerfum til þriðja aðila. Margir kostir fylgja því og er slík þjónusta mikilvæg fyrir fyrirtæki sem:

  • Þurfa að tryggja að kerfi, búnaður eða mælar virki öllum stundum og þurfa að vita um leið og eitthvað klikkar, þ.e.
    • Uppitími kerfa.
    • Búnaður virki eins og hann á að virka.
    • Mælar séu innan fyrir fram ákveðinna marka.
  • Vilja geta stólað á teymi sérfræðinga að bregðast við um leið og eitthvað gerist 24/7/365.
  • Vilja betri þjónustuupplifun fyrir sína viðskiptavini (betri KPIs, SLAs, o.s.frv.) og halda samfellu (e. continuity) í sinni starfsemi.
  • Auðvelda starfsfólki fyrirtæki síns að aðstoða viðskiptavini hratt og vel með allar upplýsingar við höndina.
  • Vilja yfirlit yfir stöðu á sínum kerfum og yfirlit yfir þau mál sem eru í gangi.

Helstu vandamál sem fyrirtæki eru að glíma við

  • Niðritíma truflanir og bilanir í búnaði eða kerfum.
  • Óvænt atvik sem stöðva starfsemi, jafnvel til lengri tíma.
  • Fjárhagslegt tap.
  • Erfiðleika við að greina rót vandans.
  • Vöntun á mannskap og/eða þekkingu til þess að leysa vandamál hratt og örugglega
  • Vöntun á ferlum og sjálfvirkni.
  • Upplifun viðskiptavina og þjónusta við þá þegar atvik koma upp.
  • Ekki möguleiki á 24/7/365 vöktun.

Þetta gerir vöktun Advania

Lausnin sem Advania býður upp á er heildstæð vöktunarþjónusta (e. monitoring-as-a-service) þar sem þú getur látið heilt teymi sérfræðinga sinna vöktun og viðbragði fyrir þig.

  • Vöktun í rauntíma: lausnin okkar fylgist með upplýsingatækniumhverfinu þínu, búnaði eða mælum allan sólarhringinn, allan ársins hring.
  • Viðbragð við atvikum: sérfræðingar bregðast við þegar atvik koma upp og sinna viðbragði eftir fyrir fram skilgreindum ferlum og kalla út bakvakt viðskiptavinar ef þess krefst.
  • Skráning og yfirlit atvika: eitt heildstætt yfirlit yfir öll þau atvik sem koma upp og úrlausn þeirra.
  • Ferlar og sjálfvirkni: við erum sérfræðingar í mannlegum- og sjálfvirkumferlum (m.a. ITIL) og nýtum sjálfvirkni í að taka saman upplýsingar og flýta fyrir viðbragði.
  • Samvinna við viðskiptavini: við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og við uppsetningu greinum við og búum til ferla sem uppfylla þarfir viðskiptavina.
  • Skalast eftir þínum þörfum: Þegar þarfir breytast eða umhverfi vex, þá vöxum við með þér.
  • Sérfræðiráðgjöf: við veitum leiðsögn allan tímann, frá uppsetningu og yfir í þjónustuna. Við viljum tryggja að viðskiptavinir geti verið áhyggjulausir í vöktun hjá Advania.

Hvað erum við að vakta?

Við vöktum ýmis kerfi, búnað og mæla. Sem dæmi má nefna:

  • Netbúnað og netþjóna.
  • Upplýsingatæknikerfi.
  • Hugbúnað og vefsíður t.d. álag á vefsíðum.
  • Hitanema, hitastig, viftur og kælibúnað.
  • Vélbúnað þ.e. hraðbanka og kassakerfi.
  • Rafmagns- og internettengingar.

Ert þú með kerfi sem þarf að vakta?

Fleiri fréttir

Blogg
29.10.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson ræðir við Theodór Gíslason framkvæmdarstjóra og stofnanda Defend Iceland um netöryggismál og þá sérstaklega netöryggisseiglu og ógnarveiðar á veffundi í beinni útsendingu í fyrramálið. Í nýju bloggi skrifar hann um mikilvægi þess að skoða netöryggisseiglu, ógnarveiðar og villuveiðar sem heildræna nálgun.
Fréttir
27.10.2025
Advania hefur sameinað þjónustuupplifun og markaðsmál undir einn hatt og mun Anita Brá Ingvadóttir veita sviðinu  forstöðu. Starfar  hún á nýstofnuðu sviði fjármála, mannauðs og samskipta.
Fréttir
23.10.2025
Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi, tók þátt í opnun New Nordics AI Center í Helsinki dagana 22. - 23. október, sem fram fór í utanríkisráðuneyti Finna.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.