Fréttir - 9.10.2025 12:00:00

Miklu meira en bókhaldskerfi

Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.

Fram komu Hugi Freyr Einarsson forstöðumaður Business Central, Jóhanna Kolbjörg Sigurþórsdóttir vörustjóri Business Central, Dröfn Teitsdóttir ráðgjafi í Business Central og Hjörtur Geirmundsson hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania.

Á viðburðinum var einnig farið yfir allar nýjungar í viðbótum Advania og kynntir möguleikar á sjálfvirkni sem og tengingum við önnur kerfi. Að lokum var farið yfir hvernig Microsoft Dynamics 365 Business Central styður við sjálfbærni og rekjanleika í rekstri.

Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Advania í Reykjavík Guðrúnartúni 10 en einnig var hægt að fylgjast með í beinu streymi frá starfsstöð okkar að Austursíðu 6 á Akureyri og frá Setrinu Vinnustofu á Egilsstöðum. Upptaka frá fundinum var einnig send á alla sem voru skráðir. Upptökuna má nálgast í gegnum vef Advania með því að skrá sig inn.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.