Áhorfendur fylgjast spenntir með Jensen Huang. Mynd/Bragi Gunnlaugsson

Fréttir - 18.3.2025 21:20:02

Ofurtölvukerfi, vélmenni og gagnaver í fókus í opnunarræðu forstjórans

Nýir gervigreindarinnviðir fyrir ský, vélmenni og gagnaver ásamt spennandi ofurtölvukerfi voru á meðal þess sem Jensen Huang forstjóri NVIDIA kynnti í opnunarræðu sinni á NVIDIA GTC þróunarráðstefnunni í dag.

Advania á Íslandi var á meðal þeirra útvöldu samstarfsaðila NVIDIA sem fengu að halda svokallaða áhorfsveislu, þar sem sýnt var beint frá opnunarræðunni. Fulltrúar frá NVIDIA opnuðu viðburðinn, sem fram fór í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni.

NVIDIA GTC er árlegur viðburður þar sem yfir 30.000 gestir koma saman og enn fleiri fylgjast með um allan heim í gegnum vefinn. Ráðstefnan fer fram í San Jose og Advania á Íslandi sendi auðvitað fulltrúa á staðinn.  Uppselt var á ráðstefnuna en þó að opnunarræða forstjórans sé alltaf ákveðinn hápunktur þá geta gestir valið úr hundruðum fyrirlestra og sýninga á þessum fimm daga viðburði.

Advania á Íslandi varð fyrr á þessu ári Elite Partner hjá NVIDIA, sem er hæsti mögulegi flokkur samstarfsaðila fyrirtækisins. Þetta markaði tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar einnig á frekari möguleika.

Áhugafólk um gervigreind og þróun fjölmennti á viðburðinn í dag og fylgdist hópurinn hér á Íslandi spenntur með ræðu forstjórans, sem var rúmlega tvær klukkustundir.

„Viðburðurinn í dag setur klárlega tóninn fyrir það sem koma skal. Það er mikilvægt að fyrirtæki fari af stað í gervigreindarvegferðinni og fyrsta skrefið þarf ekki endilega að vera stórt. Með margþættum lausnum gerir NVIDIA fyrirtækjum og stofnunum kleift að takast á við gervigreindaráskoranir sínar. Advania er til staðar til að aðstoða fyrirtæki á þessari vegferð í samstarfi við NVIDIA,“ segir Auður Inga Einarsdóttir framkvæmdastjóri innviðalausna Advania.

Isabella Holmberg frá NVIDIA hélt erindi á viðburðinum í Guðrúnartúni í dag. Mynd/Bragi Gunnlaugsson

Isabella Holmberg frá NVIDIA hélt erindi á viðburðinum í Guðrúnartúni í dag. Mynd/Bragi Gunnlaugsson

Helstu nýjungar sem komu fram á opnunarviðburðinum eru:

  • Blackwell er í fullri framleiðslu – Tæknin er mikilvægur vendipunktur í tölvutækni, með verulegum vexti í notkun GPU.
  • Blackwell NVL72 og Dynamo 40X fyrir lausnir Inference – 10x aukinn árangur með Blackwell arkitektúrnum.
  • Vera Rubin NVIDIA Photonics fyrir gervigreindarský var kynnt. Lausnin býr til innviði fyrir gervigreindarvinnslu í skýinu. Hún mun stækka árlega til að tryggja uppbyggingu á heimsvísu.
  • Nýir gervigreindarinnviðir fyrir gagnaver voru ræddir. Þeir miða á þennan 500 billjón dollara markaðinn með nýjum tölvu-, net-, geymslu- og hugbúnaðarlausnum.
  • Við sáum gervigreindarinnviði fyrir vélmenni – Áhersla á iðnaðar- og vélmenna gervigreind. Vélmennið Newton steig á svið og heillaði alla upp úr skónum.

Þessar framfarir setja NVIDIA í fremstu röð í gervigreindardrifinni tölvutækni fyrir allar atvinnugreinar.

Mynd: NVIDIA

Mynd: NVIDIA

Ofurtölvukerfið Digits fékk formlega nafnið DGX Spark og upplýst var í dag að Dell mun framleiða tölvur með kerfinu innbyggðu. Það styttist í upplýsingar um verð og afhendingu. Ef þú vilt fá fyrstu fréttir beint í pósthólfið þá er skráning hafin á sérstakan Advania póstlista.

Fleiri fréttir

Blogg
26.06.2025
Yealink hefur kynnt til leiks nýja vörulínu sem er væntanleg til landsins nú í júlí og nýtir nýjustu tækni í gervigreind. Með nýju MeetingBoard Pro línunni og öðrum nýjungum frá Yealink tekur þú fundarherbergið þitt og fundarupplifunina á næsta stig.
Fréttir
25.06.2025
Ný heimsíða Rio Tinto á Íslandi hefur verið sett í loftið en hún nýtir Veva cms hönnunarkerfið og var þróuð af vefteymi Advania. Heimasíðan er hluti af stefnu fyrirtækisins um að bæta upplýsingagjöf og þjónustu við viðskiptavini og samfélagið.
Fréttir
20.06.2025
Advania kynnir nýjan og endurbættan vef Seðlabanka Íslands
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.