Blogg - 8.9.2025 09:21:31

Öll innkaup starfsfólks einfaldari með Power Platform

Isavia valdi Power Platform þegar kom að því að smíða og innleiða nýja lausn fyrir innkaup starfsfólks.

Andri Már Helgason
Vörustjóri Power Platform

Isavia á og rekur flugvelli, bæði Keflavíkurflugvöll og alla innanlandsflugvelli. Yfir 200 einstaklingar innan Isavia hafa innkaupaheimild til að  versla hjá yfir 1600 birgjum. Nú getur starfsfólk pantað í tölvu eða síma, hvar sem er, hvort sem það er á skrifstofunni, á ferðinni eða uppi í mastri.

Við ræddum verkefnið og innleiðinguna við Bjarna Jakob Gíslason deildarstjóra innkaupa Isavia og Sigurrós Hrólfsdóttur sérfræðing í innkaupadeild fyrirtækisins.

„Það kom í ljós mjög fljótt þegar við fórum að skoða kerfið að þarna var tækni sem við gátum nýtt okkur, þarna var kerfi sem gat uppfyllt okkar þarfir,“  segir Bjarni.

Isavia vildi fá betri yfirsýn yfir innkaup starfsfólk og haldið betur utan um innkaupaheimildir. Einnig vildu þau einfalda allt ferlið og gera þetta rafrænt og fljótlegt.

„Við fórum að greina innkaupin hjá okkur og komumst að því að það voru 18 innkaupaleiðir sem starfsfólkið okkar var að nota. Með því að taka upp þetta kerfi þá er allt orðið rafrænt og allt utanumhald miklu betra,“ segir Sigurrós.

„Power Platform er sjálfvirkt, hraðvirkt og mjög gagnsætt.“

Frásögn Isavia af verkefninu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Umbreyttu starfseminni

Microsoft Power Platform er öflug lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að umbreyta starfsemi sinni. Hvort sem þörf er á sérsniðnum öppum, sjálfvirku vinnuflæði eða greiningu á gögnum þá býður Power Platform upp á allt sem þú þarft til að ná árangri.

Lækkun á kostnaði

Power Platform getur aðstoðað fyrirtæki við að lækka þróunarkostnað þar sem það býður upp á „low-code“ þróunarumhverfi sem flýtir fyrir þróun á öppum, skýrslum og vefsíðum án þess að þurfa að greiða fyrir dýr þróunarleyfi og vélbúnað.

Sjálfvirknivæðing ferla

Tími þinn er dýrmætur. Með gervigreind er hægt að sjálfvirknivæða mikilvæga en tímafreka ferla - eins og reikningagerð, gagnastjórnun og umsóknareyðublöð - sem þýðir að fólkið þitt þarf aðeins að takast á við undantekningartilvikin.

Hraðari nýsköpun

Að leysa vandamál verður eðlilegur hluti af vinnuflæði þínu. Þegar teymi í mismunandi deildum, eins og starfsmannamálum, fjármálum, markaðssetningu eða þjónustu við viðskiptavini, byrja að umbreyta ferlum sínum, muntu geta framkvæmt breytingar á auðveldari hátt en nokkru sinni fyrr.

Heyrðu í okkur og byrjaðu ferðalagið núna.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.