30.09.2024

Öryggisoktóber hjá Advania

Í dag hefst Öryggisoktóber en á hverju ári eru öryggismál sett í sviðsljósið í þessum mánuði. Við hjá Advania hefjum Öryggisoktóber í ár á veffundi um netógnir í beinni útsendingu í dag, þriðjudaginn 1. október, á slaginu klukkan 10. Það verður einnig ýmislegt annað í gangi þegar kemur að fræðslu í Öryggisoktóber.

Veffundur um netógnir

Netöryggi var eitt af lykilviðfangsefnum Haustráðstefnu Advania í ár. Við fylgjum því eftir með þessum veffundi með tveimur fyrirlesurum ráðstefnunnar. Guðmundur Arnar Sigmundsson sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS fór í erindi sínu Netógnarmynd fyrir Ísland yfir stöðumat CERT-IS vegna helstu netógna er herja á Norðurlöndin og Evrópu. Arnar Ágústsson deildarstjóri hjá rekstrarlausnum Advania talaði í Hörpu um það af hverju netöryggi á alls ekki að vera drama eins og í Hollywood bíómyndunum en erindi hans vakti mikla athygli á ráðstefnunni. Á þessum fundi köfum við enn dýpra inn í netöryggismálin. Veffundinum stýrir Elísabet Ósk Stefánsdóttir vörustjóri hjá rekstrarlausnum Advania.

Vörn, vöktun og viðbragð gegn netárásum

Þann 15. október höldum við veffundinn Skjöldur – Vörn, vöktun og viðbragð gegn netárásum þar sem við fjöllum um Skjöld, SOC (Security Operations Center) þjónustu Advania. Á þessum veffundi fáum við til okkar öryggisráðgjafann Bjarka Traustason, sem mun fara yfir þrjá meginþætti Skjaldar: vörn, vöktun og viðbragð. Við munum fá innsýn í mikilvægi hvers þáttar fyrir öryggismál fyrirtækja og hvernig Skjöldur er að vernda íslensk fyrirtæki gegn netárásum. Veffundinum stýrir Elísabet Ósk Stefánsdóttir vörustjóri hjá rekstrarlausnum Advania.

Öryggisráðstefna á Hilton

Við lokum Öryggisoktóber með ráðstefnu um netöryggismál þann 30. október á Hilton.

Skráning er nú þegar hafin og nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.

Fleiri fréttir

Blogg
02.05.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
22.04.2025
Við hjá Advania erum stolt af því að tilkynna að við höfum verið valin sem Elite samstarfsaðili Genesys sem setur okkur í hóp með fáum útvöldum um heim allan.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.