Blogg - 20.10.2025

Reynslusaga: Innleiðing H3 launa og mannauðs hjá Húsheild/Hyrna

Birgitta Sveinsdóttir
Verkefnastjóri sölu- og markaðsmála mannauðslausna

Reynslusaga Húsheildar/Hyrnu af innleiðingu á H3 laun og mannauður

Síðustu ár hafa verið vaxtartími hjá okkur í Húsheild/Hyrnu byggingarverktökum. Með auknum verkefnum og fleira starfsfólki, sem eru nú yfir 120 talsins, varð fljótt ljóst að tímabært væri að uppfæra og bæta utanumhald launa- og starfsmannamála hjá fyrirtækinu.

Við leituðum því eftir lausn sem myndi spara tíma og fyrirhöfn fyrir okkur sem störfum við launa- og mannauðsmál ásamt því að fá betri yfirsýn stjórnenda á heildarmyndina.

Eftir að hafa skoðað mismunandi valkosti ákváðum við að fara í samstarf við Advania og innleiða H3 laun- og mannauð þar sem við töldum að það myndi þjóna okkur þörfum best.

Skipulögð og markviss innleiðing

Samtal við Advania hófst í nóvember 2024. Í nóvember 2024 hófum við samtal við mannauðslausnir hjá Advania þar sem lögð voru drög að samningi og skipulagi innleiðingarinnar sem átti að hefjast um mánaðamótin febrúar/mars 2025.

Aðeins rúmum þremur mánuðum eftir að samtalið hófst greiddum við svo fyrstu launin út úr kerfinu. Innleiðing gekk vonum framar enda öll samvinna og þjónusta frá þeim sem komu að innleiðingunni til fyrirmyndar. Skipulagið var skýrt frá upphafi, tímamörk raunhæf og eftirfylgni góð en vikulegir sameiginlegir fundir héldu okkur við efnið og sáu til þess að við fengjum aðstoð og svör við þeim spurningum og vangaveltum sem kviknuðu í ferlinu.

Vissulega þurftum við að leggja töluvert á okkur í upphafi og finna til og skrá inn mikið af upplýsingum í innlestrarskjöl, en með ítarlegum leiðbeiningum frá Mannauðslausnum Advania og góðri samvinnu hér innanhúss tók sú vinna styttri tíma en við gerðum ráð fyrir, þrátt fyrir að vera unnin í hliðarverkum.

Ávinningur sem skilar sér dag frá degi

Núna, hálfu ári síðar, þegar kerfið er farið að vinna fyrir okkur erum við virkilega ánægð með þann ávinning sem það hefur skilað okkur og ákvörðunina um að velja H3 sem okkar launa- og mannauðskerfi. Kerfið er notendavænt, sparar tíma okkur tíma á svo mörgum sviðum og skapar þannig rými til að sinna betur öðrum verkefnum.

Höfundur: Alma Dröfn Benediktsdóttir, skrifstofu- og mannauðsstjóri Húsheildar/Hyrnu

Er kominn tími til að stíga næsta skref?

Reynsla Húsheildar/Hyrnu sýnir hvernig markviss innleiðing á H3 getur breytt leiknum þegar kemur að launa- og mannauðsmálum fyrirtækja.

Ef þitt fyrirtæki er að leitast eftir öflugri lausn sem sparar tíma, bætir yfirsýn fyrir stjórnendur og starfsfólk – þá gæti H3 verið rétta lausnin fyrir ykkur.

Hafðu samband og fáðu kynningu á H3 og vöruframboðinu hjá mannauðslausnum Advania.

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.