Fréttir - 4.9.2023 17:20:49

Sigurður nýr forstjóri Advania í Danmörku

Sigurður Sæberg Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Advania í Danmörku. Hann var áður framkvæmdastjóri rekstarlausna hjá Advania á Íslandi.

Sigurður Sæberg Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Advania í Danmörku. Hann hefur verið í lykilstjórnendahópi Advania á Íslandi síðustu 8 ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri rekstarlausna. Sigurður hefur yfir 20 ára reynslu í upplýsingatækni.

“Sigurður hefur víðtæka reynslu í upplýsingatækni og hefur átt farsælan feril sem lykilstjórnandi hjá Advania. Ferill hans hjá fyrirtækinu hefur sýnt getu hans til að knýja fram arðbæran vöxt og er ég þess fullviss að Sigurður mun leiða áframhaldandi uppbyggingu og sókn Advania í Danmörku.” segir Hege Støre forstjóri Advania samstæðunnar.

Advania í Danmörku er systurfélag Advania á Íslandi. Advania samstæðan er með aðsetur í öllum Norðurlöndum ásamt Bretlandi. Heildarstarfsmannafjöldi samstæðurnar telur 4.700 starfsfólk.

Fleiri fréttir

Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Blogg
05.01.2026
Við erum spennt að tilkynna að Advania Ísland hefur fengið staðfestingu frá Broadcom um að við höldum áfram sem viðurkenndur VMware endursöluaðili samkvæmt uppfærðri Broadcom Advantage Partner Program samstarfsáætlun.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.