12.09.2023

Sigurður nýr forstjóri Advania í Danmörku

Sigurður Sæberg Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Advania í Danmörku. Hann var áður framkvæmdastjóri rekstarlausna hjá Advania á Íslandi.

Sigurður Sæberg Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Advania í Danmörku. Hann hefur verið í lykilstjórnendahópi Advania á Íslandi síðustu 8 ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri rekstarlausna. Sigurður hefur yfir 20 ára reynslu í upplýsingatækni.

“Sigurður hefur víðtæka reynslu í upplýsingatækni og hefur átt farsælan feril sem lykilstjórnandi hjá Advania. Ferill hans hjá fyrirtækinu hefur sýnt getu hans til að knýja fram arðbæran vöxt og er ég þess fullviss að Sigurður mun leiða áframhaldandi uppbyggingu og sókn Advania í Danmörku.” segir Hege Støre forstjóri Advania samstæðunnar.

Advania í Danmörku er systurfélag Advania á Íslandi. Advania samstæðan er með aðsetur í öllum Norðurlöndum ásamt Bretlandi. Heildarstarfsmannafjöldi samstæðurnar telur 4.700 starfsfólk.

Fleiri fréttir

Fréttir
14.05.2025
Advania heldur úti hlaðvarpi í beinni útsendingu frá Nýsköpunarvikunni, Innovation Week, í dag. Advania LIVE upptökuverið verður í þetta skiptið í bíl fyrir utan Kolaportið, þar sem aðalsvið Iceland Innovation Week er í ár.
Fréttir
14.05.2025
Íslendingar létu ekki framhjá sér fara tækifæri til að læra af gervigreindarsérfræðingum þrátt fyrir sólríka daga í Reykjavík.
Fréttir
12.05.2025
Advania Group hefur birt ársskýrslu sína fyrir árið 2024, sem markar ár af miklum vexti og áframhaldandi árangri. Í skýrslunni er dregin upp heildstæð mynd af rekstri, stefnu og sjálfbærnimarkmiðum samstæðunnar og hvers lands fyrir sig.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.