Fréttir - 4.9.2023 17:20:49

Sigurður nýr forstjóri Advania í Danmörku

Sigurður Sæberg Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Advania í Danmörku. Hann var áður framkvæmdastjóri rekstarlausna hjá Advania á Íslandi.

Sigurður Sæberg Þorsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri Advania í Danmörku. Hann hefur verið í lykilstjórnendahópi Advania á Íslandi síðustu 8 ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri rekstarlausna. Sigurður hefur yfir 20 ára reynslu í upplýsingatækni.

“Sigurður hefur víðtæka reynslu í upplýsingatækni og hefur átt farsælan feril sem lykilstjórnandi hjá Advania. Ferill hans hjá fyrirtækinu hefur sýnt getu hans til að knýja fram arðbæran vöxt og er ég þess fullviss að Sigurður mun leiða áframhaldandi uppbyggingu og sókn Advania í Danmörku.” segir Hege Støre forstjóri Advania samstæðunnar.

Advania í Danmörku er systurfélag Advania á Íslandi. Advania samstæðan er með aðsetur í öllum Norðurlöndum ásamt Bretlandi. Heildarstarfsmannafjöldi samstæðurnar telur 4.700 starfsfólk.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.