11.01.2024

Sylvía Rut nýr samskipta- og kynningarstjóri Advania

Sylvía Rut Sigfúsdóttir hefur verið ráðin til að stýra samskipta- og kynningarmálum Advania á Íslandi.

Sylvía Rut hefur undanfarið starfað sem upplýsingafulltrúi í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Áður starfaði hún um árabil í fjölmiðlum, síðast sem varafréttastjóri á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Sylvía Rut vann þar einnig að þáttagerð, þar á meðal við ljósmyndaþættina RAX Augnablik sem hlutu Edduverðlaunin árið 2021.

Sylvía Rut lauk B.A.-gráðu í félagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands og M.A.-gráðu í fjölmiðlafræði frá Kaupmannahafnarháskóla.

Alls bárust ríflega áttatíu umsóknir um starfið.

„Í heimi upplýsingatækni sem er sífellt í þróun er það dýrmætt að hafa einstaklinga sem hafa bæði faglega þekkingu og hæfni til að miðla henni á skilvirkan hátt.  Það er því mikill akkur fyrir okkur að fá Sylvíu Rut til liðs við okkar teymi. Hennar víðtæka reynsla bæði af fjölmiðlun og í almannatengslum mun styrkja okkur og efla þekkingarmiðlun Advania“.

- Einar Örn Sigurdórsson, markaðsstjóri Advania

Fleiri fréttir

Fréttir
21.01.2025
Liva er ný bókunarlausn frá Advania sem kynnt var til leiks í ferðaþjónustuvikunni 2025. Ágúst Elvarsson rekstarstjóri hjá Jökulsárlóni ehf hefur tekið þátt í þróuninni á Liva frá upphafi. Með því að taka Liva í notkun getur hann skipt út tveimur, ef ekki þremur, mun flóknari og þyngri kerfum.
Fréttir
15.01.2025
Í dag fer fram Mannamót Markaðsstofa landshlutanna í Kórnum í Kópavogi sem er mikilvægur hluti af Ferðaþjónustuvikunni á ári hverju.  Af þessu tilefni taka Advania á Íslandi og Markaðsstofur landshlutanna höndum saman og standa fyrir Advania LIVE beinni útsendingu frá Kórnum þar sem rætt verður við aðila innan ferðaþjónustunnar og fleiri góða gesti.
Fréttir
09.01.2025
NVIDIA kynnti nýlega Project DIGITS. Gervigreindar-ofurtölvu sem veitir rannsakendum, gagnavísindamönnum og nemendum um allan heim aðgang að gervigreindarlausninni NVIDIA Grace Blackwell. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt afl er beislað í boxi sem passar á ósköp venjulegt skrifborð.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.