Microsoft NCE

Nýtt leyfisumhverfi hjá Microsoft með breytilegum binditíma og straumlínulöguðu kaupferli. Raðaðu saman áskriftaleið sem hentar best þínum rekstri.

NCE: New Commerce Experience

Nýlega kynnti Microsoft New Commerce Experience, eða NCE, til leiks sem felur í sér breytingar á áskriftaleiðum skýjalausna. Með þessu er verið að ýta undir straumlínulagað kaupferli og gefa viðskiptavinum tækifæri á að raða saman áskrifaleiðum sem henta þeirra rekstri best. Í núverandi fyrirkomulagi er hægt að fækka og fjölga leyfum hvenær sem er og innheimtan fer eftir því Í NCE er einungis hægt að velja áskriftarleið með 1 mánaðar eða eins árs binditíma.

Á meðan á binditíma stendur, er ekki hægt að fækka leyfum, en alltaf verður hægt að fjölga þeim eða uppfæra þau. Viðskiptavinir eru með verðvernd á meðan á binditíma stendur, á það jafnt við um 1 mánaða og 12 mánaða binditíma. Áskriftarleið með 1 mánaðar binditíma er 20% dýrari en leiðin með 1 árs binditíma.

Mikilvægt er að átta sig á því að þegar binditíma lýkur hafa viðskiptavinir einungis 72 klst glugga til að fækka leyfum ef þörf er á því, þegar sá gluggi lokast verður ekki hægt að fækka, né fá endurgreitt fyrir leyfi sem eru þá aftur komin á sama binditíma og var valinn í upphafi. Það er á ábyrgð viðskiptavinarins að fylgjast með upphafs- og endadagsetningu binditímans.

Fáðu ráðgjöf

Áskriftarleið: 1 mánaðar binditími

Hér hefur hefur viðskiptavinur sveigjanleikann til að breyta fjölda leyfa mánaðalega. Þessi leið er 20% dýrari en 1 árs binditími.

Áskriftarleið: 1 árs binditími

Hægt er að greiða árgjald fyrirfram eða skipta niður á mánaðarlegar greiðslur án auka kostnaðar. Viðskiptavinur getur ekki fækkað leyfum innan binditímans.

Verðvernd

Viðskiptavinir eru með verðvernd á meðan binditíma áskriftarleiðar stendur.

Hægt að fjölga leyfum

Á meðan binditíma stendur er ekki hægt að fækka leyfum. Hægt er að fjölga leyfum og uppfæra leyfin á binditíma.

72 klst - 3 sólarhringar

Við byrjun samnings og við endurnýjun samnings opnast 72 klst gluggi til þess að breyta fjölda leyfa. Þetta er glugginn til að fækka leyfum eða skipta um samstarfsaðila.

Verðhækkun 1. mars 2022

Ákveðin leyfi hækkuðu í kringum 20% í verði: Office 365 E1/ E3/ E5 og Microsoft 365 Business Basic/ Business Premium/ E3.

Hvað er NCE?

Hér kynnir María Björk Ólafsdóttir NCE á skýran og einfaldan hátt.

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.