Góð ráð í Öryggisoktóber
Öll erum við mannleg og öll gerum við mistök. Þetta vita því miður margir sem svindla á fyrirtækjum og einstaklingum. Flest netsvindl má rekja til mannlegra mistaka og yfirsjónar fólks á einföldum öryggisatriðum. Við erum flest sek um að drýgja öryggissyndir. Með einföldum heilræðum má fyrirbyggja mikið tjón.