Öryggi í netheimum

Góð ráð í Öryggisoktóber

Öll erum við mannleg og öll gerum við mistök. Þetta vita því miður margir sem svindla á fyrirtækjum og einstaklingum. Flest netsvindl má rekja til mannlegra mistaka og yfirsjónar fólks á einföldum öryggisatriðum. Við erum flest sek um að drýgja öryggissyndir. Með einföldum heilræðum má fyrirbyggja mikið tjón.

Ég veit betur
en að vera með númerakóðann sýnilegan á aðgangskortinu mínu
en að smella á hlekk í tölvupósti frá sendanda sem ég þekki ekki neitt
en geyma lykilorðin mín á post-it miðum
en að búa til lykilorð eftir árstíðum
en að vista pin númerin mín í símanum
en að setja upp óþekktan hugbúnað
en að nota sama lykilorðið allsstaðar
en að uppfæra aldrei hugbúnað

Lykilorðin

Eru lykilorðin þín geymd á öruggum stað? Notar þú kannski sama lykilorðið á mörgum stöðum?

Fiskerí

Ertu vakandi fyrir svikapóstum og smáskilaboðum eða trúir þú öllu sem þú færð sent?

Númerin

Hvar geymir þú aðgangskóðann að vinnunni? Í símanum þínum kannski? Er hann nokkuð límdur á aðgangskortið sjálft?

Uppfærslurnar

Hummar þú fram af þér að uppfæra tölvuna eða símann? Er það góð hugmynd?

Á þessu ári ætla ég ekki

að smella á hlekki sem ég þekki ekki

hættan

Svikapóstar (e. phising) geta verið mjög sannfærandi og með hverjum deginum verður erfiðara að greina þá frá raunverulegum skilaboðum. Algengt er að svikapóstar innihaldi sýkta hlekki en einnig færist í aukana að svikarar þykist vera aðrir en þeir eru.

lausnin

Gefðu þér smá stund til að skoða skilaboð áður en þú smellir á hlekki eða gefur upp upplýsingar.

  • Eru stafsetninga- eða málfarsvillur? Gætu skilaboðin verið léleg þýðing af ensku?
  • Frá hvaða netfangi eða símanúmeri koma skilaboðin? Getur verið að sendandi sé að þykjast vera annar en hann er?
  • Er þrýst á að þú flýtir þér? Það er hættumerki ef þér er sagt að þú verðir að bregðast við skilaboðunum strax.
ég veit betur en...

að fara óvarlega með aðgangsnúmerin

hættan

Hvernig í ósköpunum á ég að muna öll þessi númer? Á debetkortinu, kreditkortinu, aðgangskóðann í vinnunni. Ég er ekki vélmenni sko... Ég vista þau bara símanum mínum og kalla þau eitthvað sniðugt. Það fattar þetta enginn!

lausnin

Geymdu númerin á öruggum stað

  • Ekki í símaskránni eða í Notes.
  • Flest bankaöpp geyma pin númer á kortum.
  • Aðgangskort og kóðarnir með þeim eiga aldrei heima saman.
ég veit betur en...

að uppfæra ekki strax

hættan

Tölvan biður mig stöðugt um að uppfæra hitt og þetta. Ég sem er með 35 flipa opna og fimm tölvupósta í drafts. Ég má ekki vera að því að uppfæra og endurræsa með allt í gangi.

lausnin

Flestar uppfærslur hafa þann tilgang að girða fyrir öryggisgalla sem hafa uppgötvast í hugbúnaði. Með því að geyma eða sleppa uppfærslu ertu að skilja dyrnar eftir opnar fyrir allsskonar óværum.

  • Uppfærðu hugbúnað og stýrikerfi um leið og þú ert beðinn um það.
  • Endurræstu eftir uppfærslu.
Ég veit betur en...

að nota sama lykilorðið allsstaðar

hættan

Ef þú notar sama lykilorðið á mörgum stöðum þarf aðeins einn gagnaleka til að öðlast aðgang að öllu sem þú gerir á netinu. Að geyma lykilorð í vafra getur verið hættulegt. Mikið er til af öflugum hugbúnaði sem getur stolið lykilorðum sem vistuð eru í vafranum þínum.

Og mundu; einföld lykilorð bjóða hættunni heim. Vetur22 eða Erla123 eru ekki góð lykilorð.

lausnin

Lykilorðasarpar búa til lykilorð og vista þau fyrir þig. Það er því engin ástæða til að nota sama lykilorðið á mörgum stöðum eða vista þau á óöruggum stað.

  • Password generator býr til sterk handahófskennd lykilorð.
  • Þjónustur eins og Bitwarden eða 1Password geyma lykilorð á vel vörðum stað.
  • Þjónustur eins og Have I Been Pwned? bjóða þér að kanna hvort netfang hafi lent í gagnaleka.
  • Ekki gefa lykilorðið þitt upp þar sem þú átt ekki að þurfa þess

Fleira sem gott er að hafa í huga

Stjórnendasvik

Stjórnendasvik (CEO fraud) og fyrirmælafalsanir (Business Email Compromise) eru meðal útbreiddustu svika um þessar mundir. Þá eru atlögur gerðar að starfsfólki fyrirtækja eftir mikla undirbúningsvinnu svikana við að kanna bakgrunn fyrirtækisins og falsa trúverðug fyrirmæli í nafni stjórnenda.

Póstvarnir

Ransomware-árásir verða sífellt algengari. Þegar óprúttnir aðilar komast yfir aðgang að gögnunum þínum, nota þeir tækifærið til að dulkóða gögnin og krefjast svo lausnargjalds til að aflétta dulkóðuninni. Tölvupóstar eru gjarnan leiðir slíkra árása. Því er mjög brýnt að vera með sérstakar tölvupóstvarnir.

Marglaga auðkenningar

Með sífjölgandi vefþjónustum og kerfum sem fólk notar daglega, reynist fólki erfiðara að halda utanum öll lykilorðin. Hætta er á að sama lykilorð sé notað í öll kerfi. Leki eða tölvuárás á einn þjónustuaðila getur því leitt af sér að óprúttnir aðilar komist yfir aðgangsorð að fleiri þjónustum. Einfalt er að auka öryggi til muna með marglaga auðkenningum. Advania býður fjölda öruggra auðkenningalausna.

Notendaþjálfun í öryggi

Advania Vitund er safn af stuttum netöryggisnámskeiðum sem eru ekki bara mikilvæg, heldur líka þrælskemmtileg. Námskeiðin snúa að ýmsum mikilvægum atriðum sem tengjast netöryggi.

Sjá nánar
Viltu vita meira?

Förum saman yfir öryggismálin á vinnustaðnum þínum

Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.