Velkomin í skýið
TOK viðskiptavinum býðst að uppfæra kerfið sitt í nýjustu útgáfu af Microsoft Dynamics Business Central á ákveðnum afsláttarkjörum.
Við viljum kynna vel næstu skref því um er að ræða umfangsmeiri breytingar en við fyrri uppfærslur.
Stærsti ávinningurinn af þessari breytingu er sú að Microsoft hefur nútímavætt viðskiptakerfi sín til að mæta kröfum markaðarins og sett þau upp í formi þjónustu sem er viðhaldið af Microsoft.
Helstu breytingar eru að:
- Kerfið nefnist nú Business Central í stað TOK.
- Kerfið er staðsett í Microsoft skýinu sem veitir aðgang að fleiri þjónustum á auðveldan máta.
- Aðgengi að kerfinu er eingöngu í gegnum vefviðmót og er aðgengilegt í hvaða tæki sem er.
- Advania mun loka TOK umhverfinu í lok desember 2022.
Ég vil uppfærslu
Til þess að get komið kerfinu þínu á dagskrá þurfum við ákveðnar upplýsingar. Við viljum því biðja þig að svara þessu spurningaformi og í framhaldi af því getum við hafið undirbúningsvinnuna.