Tok verður að Business Central Basic

Velkomin í skýið

TOK viðskiptavinum býðst að uppfæra kerfið sitt í nýjustu útgáfu af Microsoft Dynamics Business Central á ákveðnum afsláttarkjörum.

Við viljum kynna vel næstu skref því um er að ræða umfangsmeiri breytingar en við fyrri uppfærslur.

Stærsti ávinningurinn af þessari breytingu er sú að Microsoft hefur nútímavætt viðskiptakerfi sín til að mæta kröfum markaðarins og sett þau upp í formi þjónustu sem er viðhaldið af Microsoft.

Helstu breytingar eru að:

  • Kerfið nefnist nú Business Central í stað TOK.
  • Kerfið er staðsett í Microsoft skýinu sem veitir aðgang að fleiri þjónustum á auðveldan máta.
  • Aðgengi að kerfinu er eingöngu í gegnum vefviðmót og er aðgengilegt í hvaða tæki sem er.
  • Advania mun loka TOK umhverfinu í lok desember 2022.

Ég vil uppfærslu

Til þess að get komið kerfinu þínu á dagskrá þurfum við ákveðnar upplýsingar. Við viljum því biðja þig að svara þessu spurningaformi og í framhaldi af því getum við hafið undirbúningsvinnuna.

Nánari upplýsingar

Við ætlum að færa þig inn í framtíðina

Advania hefur unnið að því síðustu mánuði að koma vörum (sérlausnum) tengdum Dynamics 365 Business Central inn í AppSource. Árið 2021 var stórt skref stigið þegar fyrstu fyrirtækin voru innleidd í skýjaumhverfi Microsoft og vörur Advania settar upp hjá þeim.

Nú er enn einn áfanginn framundan en í honum uppfærum við hóp viðskiptavina í skýjaumhverfi Microsoft með vörum Advania.

Hvað er að fara að gerast?

TOK viðskiptavinum býðst að kerfi þeirra verði uppfært í nýjustu útgáfu af Business Central. Áður en það er gert þarf hver og einn að óska eftir uppfærslu á sínu kerfi og undirrita skilmála. Í framhaldi af því er uppfærslan sett á dagskrá og viðskiptavini tilkynnt um uppfærsludagsetningu.

Þar sem nýtt kerfi er í áskriftarumhverfi Microsoft þurfa viðskiptavinir annað hvort að gefa Advania aðgang að því umhverfi eða stofna nýtt. Advania stofnar aðgang að áskriftarumhverfi Microsoft fyrir þá viðskiptavini sem þess þurfa án kostnaðar. Áskriftarumhverfi útheimtir engin önnur áskriftargjöld en þau sem eru hluti af Business Central, nema ef bæta á við öðrum ótengdum þjónustu. Dæmi um slíkt er t.d áskrift að Office.

Ávinningurinn af þessari yfirfærslu eru margvíslegur, svo sem betri samþætting við önnur kerfi Microsoft (sem dæmi Office 365). Lausnir eru uppfærðar amk tvisvar á ári og aukinn sveigjanleiki fylgir. Bókhaldskerfið þitt verður því ekki lengur eyland heldur hluti af stærra þjónustuframboði Microsoft með reglulegum uppfærslum.

Áskriftarverð
Með nýju umhverfi breytast mánaðarlegu áskriftarverðin.

Basic útgáfan byrjar í 4.900 kr. án vsk. pr. notanda. og eins og áður eru hámark 3 notendur í boði. Með áskriftinni fylgja 3 notendur fyrir þá sem þurfa að veita ytri þjónustuaðilum aðgang að kerfinu, þ.e. bókurum og endurskoðendum.

Uppfærsluverð

Almennt uppfærsluverð
Grunnpakki (3 reikningsskil innifalin) - 69.000 kr. án vsk.
Viðbótar 3 reikningsskil - 49.000 kr. án vsk.

Tilboðsverð á vörum Advania

TOK viðskiptavinum býðst eftirfarandi tilboðsverð af vörum Advania í þrjú ár frá upphafi áskriftar. Mánaðarverð eru per notendur.

Advania varaAlmennt verðTOK tilboðsverð

Viðhengjageymsla

2.500 kr. án vsk.

1.500 kr. án vsk.

Bankagrunnþjónustur

1.250 kr. án vsk.

750 kr. án vsk.

Innheimtukröfur

2.500 kr. án vsk

1.500 kr. án vsk.

Rafrænir reikningar

3.200 kr. án vsk.

1.920 kr. án vsk.

Þjóðskrártenging

1.500 kr. án vsk.

900 kr. án vsk.

Rafræn VSK skil

2.500 kr. án vsk.

1.500 kr. án vsk.

Launakerfi

4.000 kr. án vsk.

2.400 kr. án vsk.

Verktakamiðar lánardrottna

2.000 kr. án vsk

1.200 kr. án vsk.

Hvernig mun þetta eiga sér stað?

  1. Viðskiptavinur fyllir út viðeigandi form með beiðni um að uppfæra kerfið sitt.
  2. Advania sendir viðskiptavini til undirritunar skjöl sem snúa að áskriftarbreytingu og skilmála fyrir nýrri þjónustu sem undirrita þarf með rafrænum hætti.
  3. Advania sendir tilkynningu þegar nær dregur uppfærslu um næstu skref.
  4. Uppfærsla á sér stað á kerfi viðskiptavinar en á meðan því stendur er kerfið ekki aðgengilegt og því þarf að gera ráð fyrir því í rekstri fyrirtækisins.
  5. Þegar uppfærslu er lokið fær viðskiptavinur skilaboð um að uppfærslu sé lokið ásamt upplýsingum um hvar og hvernig á að nálgast kerfið. Einnig fylgir með í tilkynningu upplýsingar um hjálparefni til að komast af stað í nýju kerfi.

Já, takk. Ég vil uppfærslu.

Til þess að get komið kerfinu þínu á dagskrá þurfum við ákveðnar upplýsingar. Við viljum því biðja þig að svara þessu spurningaformi og í framhaldi af því getum við hafið undirbúningsvinnuna.

Nánari upplýsingar
Já. Viðskiptavinir þurfa að greiða fyrir uppfærsluna þar sem um nýtt kerfi er að ræða, þó það byggi á sama grunni.

Nei. Í grunninn er kerfið eins. Hins vegar verða alltaf breytingar á hugbúnaði með hverri útgáfu og því er möguleiki á að breyting hafi orðið á útliti og virkni ásamt því að ekki öll sérkerfi Advania eins.

Nei. Ein af breytingum á Business Central er að nú er eingöngu í boði vefaðgangur að kerfinu. Hefbundni Windows biðlarinn er því ekki lengur í boði. Nýtt vefviðmót er hins vegar búið að taka miklum framförum og er í stöðugri þróun hjá Microsoft.

Einn af stóru kostunum við að vera komin með Business Central í skýjaumhverfi Microsoft er að tvisvar á ári uppfærir Microsoft sjálfkrafa öll umhverfi. Þess á milli koma sjálfkrafa minniháttar lagfæringar á umhverfinu.

Áskriftarformið mun breytast úr því að vera í pakkaformi yfir í það að vera einingaskipt, þ.e. TOK var selt í tveimur mismunandi pökkum með ákveðnum lausnum inniföldum. Nýtt áskriftarform er hins vegar selt með þeim hætti að valið er hvaða grunnkerfi viðskiptavinur vill og síðan eru valdar Advania vörur inn í áskriftina. Með þessu er veittur meiri sveigjanleiki þar sem hver og einn getur sett saman sínar lausnir nákvæmlega eftir sínum þörfum. Með þessum breytingum er hins vegar óhjákvæmilegt að áskriftin hækki. Til þess að koma til móts við eldri áskrifendur mun Advania veita þeim viðskiptavinum sérkjör af þeim lausnum sem voru í gömlu TOK pökkunum. Sá afsláttur mun gilda í þrjú ár frá flutningi.

Í einhverjum tilvikum hafa viðskiptavinir ekki nýtt sér allar lausnirnar sem voru í sinni áskriftarleið. Í þeim tilvikum geta viðkomandi viðskiptavinir óskað eftir því að fækka Advania öppum og með því lækkað mánaðarlegan kostnað.

Nei. Grunnuppsetningin er frí. Með þessum aðgangi gefst viðskiptavinum hins vegar tækifæri til að stofna til áskriftar ef þeir telja sig þurfa að fá aukna þjónustu eins og t.d. aðgang að Offce hugbúnaði, tölvupóstfangi, Teams eða öðrum vörum sem Microsoft býður upp á.

Advania mun loka núverandi TOK umhverfi í lok árs 2022. Fyrir þann tíma þarf að flytja alla viðskiptavini í nýtt umhverfi. Advania mælir með því að viðskiptavinir festi uppfærslutilboðð sem fyrst.

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn.