Advania á í nánu samstarfi við fjölmörg alþjóðleg upplýsingatæknifyrirtæki.

Cisco
Cisco-byggðar lausnir eru staðalbúnaður þegar það kemur að sveigjanlegum og skalanlegum skýja- og hýsingarumhverfum. Þær eru sérstaklega hannaðar til þess að veita viðskiptavinum hámarksafköst. Í netþjónustudeild Advania starfa á þriðja tug sérfræðinga með yfirgripsmikla þekkingu og hafa áralanga reynslu af uppsetningu, rekstri og þjónustu netkerfa hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Advania er helsti söluaðili á öllum lausnum frá Cisco ásamt því að vera vottaður samstarfsaðili Cisco með eftirfarandi gráður:
- Advanced Enterprise Networks Architecture Specialization
- Advanced SP Architecture Specialization
- Advanced Security Architecture Specialization
- Cloud and Managed Services Master
- Cisco Umbrella for MSSPs
Microsoft
Advania hefur átt í vaxandi samstarfi við Microsoft á undanförnum árum og er í dag stærsti samstarfsaðili Microsoft á Íslandi. Samstarfið hefur verið hvað sterkast í þróun á þjónustu og sölu á skýjalausnum og viðskiptakerfum. Advania hefur verið leiðandi í því að koma Microsoft lausnum á framfæri hjá fjölmörgum íslenskum vinnustöðum og hefur sýnt forystu í að innleiða nútímalegt vinnuumhverfi, styrkja öryggi og tæknilega inniviði hjá íslensku fyrirtækjum og stofnunum. Advania er viðurkenndur Gold-partner Microsoft og var valinn samstarfsaðili ársins árin 2018, 2019 og 2021.


Dell Technologies
Dell Technologies er einn stærsti framleiðandi tölvubúnaðar í heiminum. Advania er Dell Titanium Partner, var valinn Data Center Partner of the Year (Nordic) árið 2019 og verið samstarfsaðili Dell á Íslandi í nokkra áratugi. Advania sinnir sölu og dreifingu á vél- og hugbúnaði ásamt tækniþónustu og ábyrgðarþjónustu. Advania hefur einnig unnið í nánu samstarfi með Dell EMC, selt og þjónustað þeirra innviðalausnir og er Titanium level partner.
Vmware
Advania hefur í mörg ár unnið í samstarfi við Vmware sem vottaður endursölu- og þjónustuaðili, þ.e. Enterprise solution provider og Premier service provider. Advania býður leyfi, þjónustu, og í samvinnu við aðra birgja ýmsar lausnir fyrir sína viðskiptavini. Sem þjónustuaðili býður upp á Advania skalanlegar vCloud þjónustur þar sem öryggi og uppitími er í fyrirrúmi.


Veeam
Advania starfar sem Gull vottaður söluaðli og Platinum vottaður þjónustuaðli í nánu samstarfi við VEEAM. Advania þjónustar viðskiptavini sína með leyfasölu, ráðgjöf, uppsetningu og rekstri afritunarkerfa. Jafnframt rekur Advania VEEAM afritunarþjónustu, hvort sem er fyrir viðskiptavini í gagnaverum eða í eigin rekstri. Sérfræðingar Advania hafa einnig sérhæft sig í afritun skýjalausna svo sem Microsoft 365 eða kerfa sem keyra hjá stærri skýjaþjónustum eins og Azure og AWS.
Oracle
Advania hefur starfað náið með Oracle í fjölda ára sem partner og endursölu- og þjónustuaðili. Við bjóðum viðskiptavinum okkar þjónustu við hug- og vélbúnað ásamt rekstri slíkra kerfa sem þjónustu í gagnaverum okkar. Jafnframt hefur Advania verið í samstarfi við Oracle með lausnir sem þeir bjóða í alþjóðlegu skýjaumhverfi sínu. Advania getur aðstoðað fyrirtæki við lítil sem stór verkefni sem snúa að Oracle og stuðlað þannig að hagkvæmum og öruggum rekstri slíkra kerfa.


Jabra
Advania er sölu- og dreifingaraðili fyrir Jabra á Íslandi. Jabra vörurnar hafa í áratugi verið leiðandi í hönnun og framleiðslu höfuðtóla, fundarsíma og fjarfundarbúnaðar. Frá Jabra fást afar vandaðar vörur sem henta fyrir öll fyrirtæki.
HP
HP INC er einn af stærstu framleiðendum PC tölvubúnaðar í heiminum. Advania hefur verið samstarfsaðili HP í nokkur ár og var árið 2020 útnefnt sem HP Gold Partner.


Outsystems
OutSystems er létt-foritunar umhverfi (e. low-code) sem sannað hefur gildi sitt meðal viðskiptavina Advania á undanförnum árum. OutSystems margfaldar afköst í hugbúnaðarþróun og hentar því vel íslenskum fyrirtækjum sem þurfa að auka stafrænar þjónustuleiðir en jafnframt að lágmarka kostnað við þróun og viðhald hugbúnaðar.
webMethods
webMethods hefur um árabil verið leiðandi á sviði samþættingar og stjórnunar vefskila (e. Integration & API Management). Advania hefur á að skipa öflugu teymi reyndra sérfræðinga á sviði samþættingarlausna sem aðstoða viðskiptavini við að byggja upp skilvirkar samþættingar milli lausna.

NCR
Advania er Gold partner hjá NCR, sem er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í lausnum fyrir smásölu og bankageirann ásamt því að leggja mikla áherslu á sjálfsafgreiðslulausnir.