Erla Harðardóttir

Vörustjóri í ráðstefnuhópi veflausna sem aðstoðar fyrirtæki við að halda stafræna viðburði.

Hvað er góð þjónusta fyrir þér?

Í mínum huga er góð þjónusta að mæta þörfum viðskiptavinarins sem eru alls ekki alltaf þær sömu. Sumir viðskiptavinir vilja stöðufundi í hverri viku með framvinduskýrslu, aðrir vilja bara heyra í manni þegar þeim hentar. Hvoru tveggja er góð þjónusta svo lengi sem maður finnur taktinn með viðskiptavininum. Ég reyni líka alltaf að stíga auka skref ef ég get því ég kann virkilega að meta það sjálf þegar fólk sem veitir mér þjónustu leggur sig allt fram, þó það þurfi þess ekkert endilega.

Þúsund þakkir fyrir allt saman. Það var virkilega gott að vinna með Erlu og hafa hana á kantinum til að halda í höndina á mér 😉 Hér eru allir himinlifandi með daginn.

Guðrún Finnsdóttir hjá Nova

Hvað hvetur þig áfram í að veita góða þjónustu?

Jákvæð endurgjöf og hrós, bæði frá samstarfsfólki og viðskiptavinum. Ég er auk þess mikill sökker fyrir góðri þjónustu svo ég vil gera mitt allra besta til að standast mínar eigin kröfur.

Ég kom inn í sérlausnir sem verkefnastjóri og þar er þjónusta gríðarlega mikilvægur partur af starfinu. Verkefnastjórar eiga í samskiptum við viðskiptavini og þjónustan sem þeir veita setur tóninn fyrir samstarfið. Nú er ég orðin vörustjóri og vörueigandi tveggja lausna og þjónustan spilar enn mikinn þátt í starfinu mínu því ég ber ábyrgð á öllum samskiptum við viðskiptavini fyrir hönd teymisins míns. Ég lít á það sem skyldu mína að veita bæði viðskiptavinum og teyminu mínu góða þjónustu.

Mikilvægt í stafrænum viðburðum

Allir viðskiptavinir segja það sama á fyrsta fundi sem ég á með þeim; „Við erum að gera þetta í fyrsta skipti og vitum ekkert hvað við erum að gera.“ Fólk virðist halda að stafrænn viðburður sé gjörólíkur viðburðum í raunheimunum en það er ekki endilega þannig. Auðvitað eru atriði sem eru mikilvægt að hafa í huga. Ef ég ætti að nefna nokkur þá eru það að platformið grípi og haldi athygli þess sem mætir á viðburðinn. Það er ákveðin áskorun þegar fólk fylgist með heiman hjá sér í hægindastól en ekki í fullum sal af fólki. Það er auðveldara að standa upp úr stólnum og snúa sér að öðru en að ganga út úr fullum sal af fólki. Þannig að númer 1, 2 og 3 í minni bók er að platformið taki vel á móti fólki með fallegri grafík og að sjálfsögðu að dagskráin og lýsingin sé spennandi. Svo er auðvitað mikils virði að klippa niður efnið og hafa það aðgengilegt á vefnum til lengri tíma, sérstaklega ef dagskrárlínur skarast. Fólk nær aldrei að sjá alla fyrirlestra á stórum ráðstefnum með mörgum línum en í stafrænum heimi getur það svo sannarlega gert það.

Kynntu þér þjónustvegferð Advania

Ein áhrifamesta umbótin á þjónustu Advania var ákvörðunin um að gera jafn miklar kröfur um árangur í þjónustu og rekstri. Það þýddi að í hvert sinn sem árangur fyrirtækisins var mældur, var horft til upplifunar viðskiptavina af fyrirtækinu.

Sjáðu hvernig við náðum árangri í þjónustu