Jóhanna K. Sigurþórsdóttir

Er ráðgjafi í viðskiptalausnum og aðstoðar fyrirtæki með rekstur Business Central.

Er góð þjónusta mikilvæg í teyminu þínu?

Við erum keppnisfólk í deildinni og reynum alltaf að fá „fimmuna.“ Stærsti mælikvarðinn okkar er viðbragðstími og úrlausnatími. Flestu er svarað samdægurs en sum mál taka lengri tíma. Þá skiptir miklu máli að vera í miklum og góðum samskiptum. Að halda viðskiptavinum og samstarfsfélögum upplýstum um hvað er að gerast og hvað er framundan skiptir höfuðmáli. Viðbragðstími og góð opin samskipti er stærsti þátturinn í góðri þjónustu. Það er mikil samvinna innan deildarinnar. Maður er stanslaust að leita til annarra því kerfið er svo stórt og svo margt sem getur komið. Sérhæfingin liggur allsstaðar og alltaf allir tilbúnir að aðstoða.

Hröð og frábær þjónusta hjá Jóhönnu Kolbjörgu :) Greinilega með mjög góða kunnáttu á Business Central

Ingibjörg, Ásbrú fasteignir

Hvaða hrós eru að berast ykkur?

Fólk hrósar sérstaklega ef það fær snögga og góða þjónustu. Það er mjög hvetjandi. Stundum gott að fá staðfestingu á að maður sé eða gera rétt. Hvati til að gera enn betur. Ég elska góða þjónustu sjálf og það gefur manni kraft í að veita góða þjónustu sjálf.

Svo er auðvitað alltaf geggjað að fá broskall!

Kynntu þér þjónustvegferð Advania

Ein áhrifamesta umbótin á þjónustu Advania var ákvörðunin um að gera jafn miklar kröfur um árangur í þjónustu og rekstri. Það þýddi að í hvert sinn sem árangur fyrirtækisins var mældur, var horft til upplifunar viðskiptavina af fyrirtækinu.

Sjáðu hvernig við náðum árangri í þjónustu