Laus störf

Við viljum ráða til okkar metnaðarfullt starfsfólk af öllum kynjum. Mannauður Advania er með fjölbreyttan bakgrunn og þekkingu. Við bjóðum áhugaverð verkefni, tækifæri til starfsþróunar og frábæran starfsanda.

Sjáðu vinnustaðinn Advania
Umsóknarfrestur til 07.maí 2025

Advania leitar að metnaðarfullum, framsæknum og drífandi einstakling í stöðu vörustjóra Business Central. Þetta er einstakt tækifæri fyrir öflugan aðila sem vill hafa áhrif á stefnu og þróun Business Central lausna hjá Advania.

Advania býður yfir 40 lausnir fyrir Business Central á AppSource markaðstorgi Microsoft. Yfir 400 fyrirtæki, bæði á Íslandi og erlendis, nýta sér þessar lausnir í dag og fjölgar þeim stöðugt. Vörustjórinn ber ábyrgð á upplifun og virkni þessara lausna, auk þess að stuðla að þróun þeirra, til dæmis með tengingu við gervigreind.

Hjá Advania starfa um 60 manns í Business Central, og verður vörustjórinn mikilvægur hlekkur í þessu teymi.

Hlutverk og ábyrgð

  • Umsjón með Business Central vörum Advania, fylgjast með nýjungum og þróun á markaði.
  • Skipulagning og framkvæmd viðburða þar sem Business Central lausnir eru kynntar og fyrirlestrar haldnir.
  • Samskipti við hagsmunaaðila og viðskiptavini, þar á meðal Microsoft.
  • Greining á markaðstækifærum og mynda stefnu í samráði við teymi Advania.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem viðskiptafræði eða tölvunarfræði.
  • Góð enskukunnátta er skilyrði.
  • Gott skipulag, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af vörustjórnun er kostur.

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur um menntun eða reynslu hvetjum við þig samt sem áður til að sækja um. Þú gætir verið rétti einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

  1. Tekið á móti umsóknum til 7. maí 2025
  2. Yfirferð umsókna
  3. Boðað í fyrstu viðtöl
  4. Boðað í seinni viðtöl
  5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
  6. Öflun umsagna / meðmæla
  7. Ákvörðun um ráðningu
  8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Hugi Freyr Einarsson, forstöðumaður Business Central, hugi.freyr.einarsson@advania.is / 4409000.

Sækja um

Umsóknarfrestur til 30.apríl 2025

Ert þú talnaglöggur einstaklingur með reynslu af fjárhagsbókhaldi?

Við leitum að ábyrgum og talnaglöggum einstaklingi sem hefur næmt auga fyrir smáatriðum, brennandi áhuga og ástríðu fyrir því að veita góða þjónustu ásamt drifkrafti til þess að leiða umbætur ferla og verklags til þess að ganga til liðs við fjármálasvið Advania.

Starfslýsing

Helstu verkefni eru umsjón með verkbókhaldi, útgáfa reikninga, tekjueftirlit, þátttaka í umbótarverkefnum og önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af bókhaldi skilyrði
  • Reynsla af verkbókhaldi kostur
  • Góð þekking og færni á Excel og góð almenn tölvukunnátta
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

  1. Tekið á móti umsóknum til 30. apríl 2025
  2. Yfirferð umsókna
  3. Boðað í fyrstu viðtöl
  4. Boðað í seinni viðtöl
  5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
  6. Öflun umsagna / meðmæla
  7. Ákvörðun um ráðningu
  8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Eva Björg Gunnarsdóttir, forstöðumaður reikningshalds, eva.bjorg.gunnarsdottir@advania.is / 4409000.

Sækja um

Hefur þú bakgrunn í viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði? Hefurðu unnið með viðskipta- eða fjárhagskerfi eða önnur upplýsingakerfi? Ertu talnaglögg/ur/t eða hefur reynslu af tölfræði? Hefur þú kannski reynslu af verkefna- eða vörustýringu?

Upplýsingatæknigeirinn er í stöðugri þróun og þar eru fjölmörg atvinnutækifæri fyrir fólk af öllum kynjum. Við hjá Advania viljum auka fjölbreytni í stéttinni og leiðrétta kynjahallann sem ríkt hefur hingað til. Það skiptir nefninlega máli að fjölbreyttur hópur fólks móti framtíðina í stafrænum heimi. 

Konur eru eftirsóttir starfskraftar í upplýsingatæknigeiranum og harðnandi samkeppni milli vinnustaða er um þær reynslumestu. 

Störf í upplýsingatækni bjóða uppá sveigjanleika þar sem hægt er að sinna þeim hvaðan sem er. Einnig er vinnutíminn sveigjanlegur og hægt að aðlaga hann að þörfum hvers og eins. 

Hjá upplýsingatæknifyrirtækjum eru miklir möguleikar til að vaxa í starfi, sérhæfa sig og afla góðra tekna.

Upplýsingatæknigeirinn er alls ekki bara mannaður af forriturum og tölvunarfræðingum. Fjölmörg verk þarf að inna af hendi og þá kemur til dæmis viðskiptafræði, verkfræði, stærðfræði, verkefnastjórnun og önnur fjölbreytt reynsla og þekking að góðum notum.

Ef þú ert opin fyrir nýjum tækifærum hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.

Advania býður uppá öfluga nýliðafræðslu, mentor-prógram og endurmenntun til að styðja þig og brúa bilið úr þínum reynsluheimi yfir í upplýsingatæknigeirann. 

Sendu okkur opna umsókn, við viljum endilega heyra frá þér!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Einungis starfsmenn mannauðssviðs hafa aðgang að almennum umsóknum.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, atvinna@advania.is

Sækja um

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á kerfisstjórnun, netrekstri eða upplýsingatækni almennt. Ef þú ert mjög tæknisinnaður einstaklingur, búinn með nám í kerfisstjórnun, netrekstri eða jafnvel með vottaða tækniþekkingu þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur
Þegar kemur að kerfis- og netrekstri leitum við fyrst og fremst að einstaklingum með brennandi áhuga á upplýsingatækni, kerfisstjórnun og/eða netrekstri. Kostur er ef viðkomandi hefur lokið námi eða námskeiðum á þessu sviði og enn fremur ef viðkomandi er með vottaða þekkingu.

Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga
Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um kerfis- og netrekstur hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Sækja um

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á forritun og hugbúnaðarþróun. Ef þú ert með bakgrunn í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða góða færni í forritun og vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur

Þegar kemur að hugbúnaðarþróun leitum við að einstaklingum með háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, stærðfræði eða öðrum tengdum greinum.

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um hugbúnaðarþróun hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, atvinna@advania.is

Sækja um

Komdu í upplýsingatæknina!

Hefur þú bakgrunn í viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði? Hefurðu unnið með viðskipta- eða fjárhagskerfi eða önnur upplýsingakerfi? Upplýsingatæknigeirinn er alls ekki bara mannaður af forriturum og tölvunarfræðingum. Ef þú ert í leit að nýjum tækifærum hvetjum við þig til að senda okkur umsókn.

Almenn umsókn
hvernig er að vinna hjá advania?

Hjá Advania vinnur metnaðarfullt og fært starfsfólk

Hittu fólkið okkar