Laus störf

Við viljum ráða til okkar metnaðarfullt starfsfólk af öllum kynjum. Mannauður Advania er með fjölbreyttan bakgrunn og þekkingu. Við bjóðum áhugaverð verkefni, tækifæri til starfsþróunar og frábæran starfsanda.

Sjáðu vinnustaðinn Advania
Umsóknarfrestur til 04.nóvember 2025

Advania leitar að tæknilega þenkjandi einstaklingi í starf söluráðgjafa á sviði netlausna. Netið er ekki bara tenging við internetið, það er grunnstoð í rekstri fyrirtækja, öryggi gagna og aðgengi að innviðum. Með tilkomu gervigreindar, IoT og sjálfvirkni eru að opnast möguleikar til að bæta yfirsýn og upplifun á tækniumhverfi sem aldrei fyrr. Við hjá Advania erum leiðandi í þessum lausnum – og nú leitum við að þér í okkar lið!

Í Hlutverki söluráðgjafa er leitað að aðila sem verður lykill að því að:

  • veita sérfræðiráðgjöf og lausnir sem henta þörfum viðskiptavina,
  • byggja upp traust og langtímasambönd,
  • vinna náið með öðrum sérfræðingum Advania og samstarfsaðilum eins og Cisco, Fortinet og Juniper.

Hluti af öflugu teymi með áratuga reynslu, þar sem þekking, samvinna og nýsköpun eru í forgrunni.

Helstu verkefni eru meðal annars:

  • Söluráðgjöf til nýrra og núverandi viðskiptavina.
  • Greining á tækniumhverfi og tillögur að umbótum.
  • Undirbúningur og kynningar.
  • Tilboðsgerð og eftirfylgni.
  • Virkt samstarf við sérfræðinga og birgja.

Ef þú ert með þessa eiginleika, þá erum við að leita að þér

  • Sterk þekking á upplýsingatækni, sérstaklega netkerfum og innviðum.
  • Reynsla af ráðgjöf, sölu og hönnun tæknilausna.
  • Frumkvæði, skipulag og góð samskiptahæfni.
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Menntun sem nýtist í starfi.

Ertu ástríðufullur sérfræðingur sem vill sameina tækni, ráðgjöf, sölu og þjónustu

Þá hvetjum við þig til að sækja um og taka þátt í að móta tækniumhverfi framtíðarinnar með okkur.

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

  1. Tekið á móti umsóknum til 4. nóvember 2025.
  2. Yfirferð umsókna
  3. Boðað í fyrstu viðtöl
  4. Boðað í seinni viðtöl
  5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
  6. Öflun umsagna / meðmæla
  7. Ákvörðun um ráðningu
  8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Þórður Jensson, forstöðumaður sölu og vörustýringar, thordur.jensson@advania.is / 4409000

Sækja um

Umsóknarfrestur til 05.nóvember 2025

Við leitum að glaðlyndri, ábyrgri og áhugasamri manneskju í starf kerfisstjóra í notenda- og útstöðvaþjónustu Advania á Sauðárkrók. Ef þú hefur brennandi áhuga á tækni kannt að vinna bæði sjálfstætt og í teymi, og ert með framúrskarandi þjónustulund, þá yrðir þú fullkomin viðbót í okkar frábæra hóp!

Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í tæknilausnum fyrir viðskiptavini Advania. Þú munt bæði sinna fjarlausnum og mæta reglulega til viðskiptavina til að leysa tæknileg mál á staðnum. Verkefnin tengjast m.a. skýjalausnum, útstöðvum, símalausnum og öðrum almennum upplýsingatæknivandamálum sem viðskiptavinir standa frammi fyrir.

Við leitum að persónu sem er almennt tæknilega sinnuð og fljót að tileinka sér nýja hluti. Við viljum sjá þig blómstra í starfsumhverfi þar sem skilvirkni skiptir máli og sjálfstæði er lykillinn að árangri. Æskilegt er að þú hafir góða þekkingu á upplýsingatækni og það væri sannarlega kostur ef þú værir með vottaða þekkingu á sviði Microsoft.

Hæfnikröfur

  • Framúrskarandi þjónustulund og vilji til að fara fram úr væntingum viðskiptavina
  • Reynsla og góð þekking á upplýsingatækni
  • Öguð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt
  • Reynsla af rekstri IT kerfa fyrirtækja er kostur
  • Góð þekking á Microsoft Windows stýrikerfinu, Microsoft 365 og öðrum algengum notendahugbúnaði
  • Þekking á Active Directory og Microsoft Server kostur
  • Vottuð þekking á sviði ofangreindra Microsoft lausna er kostur

Við hvetjum öll kyn til að sækja um hjá okkur.

Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um, þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að.

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

  1. Tekið á móti umsóknum til 5. nóvember 2025
  2. Yfirferð umsókna
  3. Boðað í fyrstu viðtöl
  4. Boðað í seinni viðtöl
  5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
  6. Öflun umsagna / meðmæla
  7. Ákvörðun um ráðningu
  8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Franz Viktor Kjartansson, deildarstjóri User&endpoint, franz.viktor.kjartansson@advania.is / 4409000

Sækja um

Rekstrarlausnir Advania leitar að hæfileikaríkum og metnaðarfullum sérfræðingi í öryggi net- og upplýsingakerfa. Ef þú brennur fyrir öryggismálum og hefur reynslu af greiningu og viðbrögðum við öryggisatvikum, þá viljum við heyra frá þér!

Deildin er skipuð fjölbreyttum hópi sérfræðinga með mismunandi tæknilegar áherslur, sem sinna verkefnum tengdum Azure, Microsoft 365 og öryggismálum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Framkvæmd greininga á ógnunum og veikleikum í upplýsingatækni umhverfum viðskiptavina Advania.
  • Skýrslugerð um stöðu öryggismála ásamt áætlanagerð fyrir umbótaverkefni.
  • Innleiðing og viðhald öryggisráðstafana.
  • Eftirlit og viðbragð við öryggisatvikum.
  • Þjálfun og fræðsla til endanotenda og samstarfsfólks í öryggismálum.
  • Lausnamiðuð ráðgjöf og samskipti við viðskiptavini og stjórnendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • 5+ ára reynsla af starfi við netöryggi.
  • 8+ ára reynsla af starfi í kerfisstjórnun eða tengdu fagi.
  • Vottuð þekking eða nám tengt starfinu.
  • Þekking á Microsoft 365 XDR
  • Þekking á Microsoft 365, Windows og Windows Server
  • Færni í notkun greiningartækja (t.d. SIEM)
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Auðvelt með að tileinka sér nýja hluti og vinna eftir ferlum
  • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hóp
  • Framúrskarandi þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
  • Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun

Vinnustaðurinn Advania

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ráðið er í starfið þegar að réttur einstaklingur finnst og er því ekki um eiginlegan umsóknarfrest að ræða.

Ferli ráðninga

  1. Tekið á móti umsóknum
  2. Yfirferð umsókna
  3. Boðað í fyrstu viðtöl
  4. Boðað í seinni viðtöl
  5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
  6. Öflun umsagna / meðmæla
  7. Ákvörðun um ráðningu
  8. Öllum umsóknum svarað

Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Helga Björk Árnadóttir, deildarstjóri, helga.bjork.arnadottir@advania.is / 4409000

Sækja um

Hefur þú bakgrunn í viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði? Hefurðu unnið með viðskipta- eða fjárhagskerfi eða önnur upplýsingakerfi? Ertu talnaglögg/ur/t eða hefur reynslu af tölfræði? Hefur þú kannski reynslu af verkefna- eða vörustýringu?

Upplýsingatæknigeirinn er í stöðugri þróun og þar eru fjölmörg atvinnutækifæri fyrir fólk af öllum kynjum. Við hjá Advania viljum auka fjölbreytni í stéttinni og leiðrétta kynjahallann sem ríkt hefur hingað til. Það skiptir nefninlega máli að fjölbreyttur hópur fólks móti framtíðina í stafrænum heimi. 

Konur eru eftirsóttir starfskraftar í upplýsingatæknigeiranum og harðnandi samkeppni milli vinnustaða er um þær reynslumestu. 

Störf í upplýsingatækni bjóða uppá sveigjanleika þar sem hægt er að sinna þeim hvaðan sem er. Einnig er vinnutíminn sveigjanlegur og hægt að aðlaga hann að þörfum hvers og eins. 

Hjá upplýsingatæknifyrirtækjum eru miklir möguleikar til að vaxa í starfi, sérhæfa sig og afla góðra tekna.

Upplýsingatæknigeirinn er alls ekki bara mannaður af forriturum og tölvunarfræðingum. Fjölmörg verk þarf að inna af hendi og þá kemur til dæmis viðskiptafræði, verkfræði, stærðfræði, verkefnastjórnun og önnur fjölbreytt reynsla og þekking að góðum notum.

Ef þú ert opin fyrir nýjum tækifærum hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.

Advania býður uppá öfluga nýliðafræðslu, mentor-prógram og endurmenntun til að styðja þig og brúa bilið úr þínum reynsluheimi yfir í upplýsingatæknigeirann. 

Sendu okkur opna umsókn, við viljum endilega heyra frá þér!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Einungis starfsmenn mannauðssviðs hafa aðgang að almennum umsóknum.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, atvinna@advania.is

Sækja um

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á kerfisstjórnun, netrekstri eða upplýsingatækni almennt. Ef þú ert mjög tæknisinnaður einstaklingur, búinn með nám í kerfisstjórnun, netrekstri eða jafnvel með vottaða tækniþekkingu þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur
Þegar kemur að kerfis- og netrekstri leitum við fyrst og fremst að einstaklingum með brennandi áhuga á upplýsingatækni, kerfisstjórnun og/eða netrekstri. Kostur er ef viðkomandi hefur lokið námi eða námskeiðum á þessu sviði og enn fremur ef viðkomandi er með vottaða þekkingu.

Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga
Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um kerfis- og netrekstur hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Sækja um

Við leitum reglulega að kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á forritun og hugbúnaðarþróun. Ef þú ert með bakgrunn í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða góða færni í forritun og vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá hvetjum við þig til að sækja um!

Menntunar- og hæfniskröfur

Þegar kemur að hugbúnaðarþróun leitum við að einstaklingum með háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, stærðfræði eða öðrum tengdum greinum.

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

Ferli ráðninga

Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina í þau störf sem í boði eru hverju sinni. Allir forstöðumenn sviða sem sjá um hugbúnaðarþróun hafa aðgang að almennum umsóknum um störf á því sviði og mega umsækjendur eiga von á að mannauðssvið jafnt og forstöðumenn hafi samband vegna umsókna þeirra.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en umsækjendum er frjálst að minna á sig með tölvupósti á netfangið atvinna@advania.is. Almennar umsóknir eru í gildi í sex mánuði frá umsóknardegi og hvetjum við umsækjendur til að sækja aftur um ef þeir hafa ekki heyrt frá okkur að sex mánuðum liðnum.

Nánari upplýsingar veita sérfræðingar mannauðssviðs, atvinna@advania.is

Sækja um

Komdu í upplýsingatæknina!

Hefur þú bakgrunn í viðskiptafræði eða jafnvel verkfræði? Hefurðu unnið með viðskipta- eða fjárhagskerfi eða önnur upplýsingakerfi? Upplýsingatæknigeirinn er alls ekki bara mannaður af forriturum og tölvunarfræðingum. Ef þú ert í leit að nýjum tækifærum hvetjum við þig til að senda okkur umsókn.

Almenn umsókn
hvernig er að vinna hjá advania?

Hjá Advania vinnur metnaðarfullt og fært starfsfólk

Hittu fólkið okkar