Microsoft 365 er heildstæð lausn sem einfaldar reksturinn, eykur öryggi og hjálpar til við að mæta kröfum GDPR. Lausnin sameinar Office 365, Windows 10 og Enterprise Mobility + Security og gefur þér eitt stjórnborð til að stýra notendum, tækjum og öryggismálum.

office_logo.png

Office pakkinn, tölvupóstþjónusta, gagnasvæði og lausnir sem einfalda verkstýringu, hópavinnu og upplýsingagjöf innan fyrirtækisins.

Windows10-logo.png

Windows 10 er öflugasta og umfangsmesta Microsoft stýrikerfi allra tíma.

Microsoft-logo.png

Auðkenning og aðgangsstýring, verndun gagna og upplýsinga, vörn gegn ógnum og fleira.

Hverjir eru kostir Microsoft 365?


Skilvirk aðgangsstýring

Stjórnaðu tækjum sem vinna með upplýsingarnar á skilvirkan máta. Með Microsoft 365 getur þú gengið úr skugga um að tækin sem fá aðgang uppfylli gæðakröfur, fylgst með grunsamlegri umferð og stöðvað, einangrað eða hent út tilvikum þegar vafi leikur á um að fyllsta öryggis sé gætt.
Oryggi.png

Stjórnaðu upplýsingaflæðinu

Nýttu þér þægindin sem fylgja því að vinna í skýinu, án þess að hafa áhyggjur af upplýsingaöryggi. Hægt er að stilla aðgengi mismunandi aðila að ólíku efni og dulkóða viðkvæm gögn.

Komdu í veg fyrir árásir

Stundum eru lykilorð og lásar ekki nóg. Öryggisþættir í Microsoft 365 hafa fyrirbyggjandi áhrif þegar kemur að mögulegum auðkennisstuldi og veikleikaárásum þannig að þú getur brugðist við áður en skaðinn skeður.

Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Microsoft 365

Innifalið í Microsoft 365

Icon_MicrosoftOffice_40x30.png

Office
Alltaf nýjasta útgáfa af Word, Excel, PowerPoint, OneNote og Access.

Icon_BusinessEmail_40x30.png

Tölvupóstur og dagatal
Vertu í góðu sambandi með nýjustu útgáfum af Outlook og Exchange.

Icon_FileStorage_40x30.png

OneDrive gagnageymsla
Stýrðu gögnum óháð staðsetningu með OneDrive gagnageymslu.

Icon_DataProtection_40x30.png

Gagnaverndarráðstafanir
Tryggir viðskiptagögn á persónulegum tækjum sem og tækjum fyrirtækisins.

Icon_SafestWindows_40x30.png

Öruggasta útgáfa Windows
Fáðu uppfærslu upp í Windows 10 Pro úr Windows 7, 8 og 8.1 Pro.

Icon_LostPCs_40x30.png

Öflugar varnir
Fáðu vernd fyrir hættulegum viðhengjum, hlekkjum og öðrum óværum.

Icon_AdminDeployment_40x30.png

Stýring og innleiðing
Betri stjórnun á nýjum og núverandi tölvum en áður hefur þekkst.

Icon_Dependability_40x30.png

Áreiðanleiki og þjónusta
99.9% uppitími ábyrgður og þjónusta allan sólarhringinn.

Matrixa_vefur-365.png
Advania-Gull-jan-2018.jpg
2018PartneroftheYear.png
Allar_400x225-150px-_0005_Layer 10.jpg

Viltu fækka birgjum?

Microsoft 365 inniheldur safn lausna sem geta einfaldað kerfisreksturinn þinn. Hvort sem horft er til öryggislausna, auðkenninga, viðskiptagreindarlausna eða samstarfstóla, eru einingar í Microsoft 365 sem sinna þessum hlutverkum á skilvirkan hátt, enda eru þessir þættir byggðir inn í kerfið.

Öryggi - Auðkenningar

Advanced Threat Protection og Azure Active Directory sem eru innbyggð í Microsoft 365 geta leyst af hólmi fjöldan allan af viðamiklum kerfum á borð við Symantec, McAfee, Bromium, SiteMinder o. fl.

Viðskiptagreind

Microsoft Power BI er hluti af Microsoft 365 E5 útgáfunni og býður upp á virkni sem getur komið í stað stórra kerfa á borð við Tableau og Qlik.

Sími og fjarskipti

Phone System, MDM og Audio Conferencing fylgja með Microsoft 365 og geta hæglega komið í stað fjölda kerfa á borð við Avaya, Nortel, AirWatch, XenMobile o.fl.

Samstarfstól

Microsoft 365 er hugsað í grunninn sem samstarfsvettvangur og býður upp á örugg samstarfstól á borð við Teams og OneDrive sem geta komið í stað lausna eins og Slack, Jabber, Box og Dropbox.

crm1.jpg

Mættu nýjum þörfum af krafti

Örar breytingar hafa orðið á vinnuumhverfi og starfsháttum fyrirtækja undanfarin ár. Í auknum mæli er horfið frá hefðbundnu vinnulagi þar sem starfsfólk er staðbundið og notast við einsleitan búnað sem vinnuveitandi lætur í té.

Í dag eru gerðar kröfur um öflugar og öruggar tengingar þar sem fólk getur unnið að verkefnum hvar sem er, á hvaða vélbúnaði sem það hefur við höndina í hvert skipti.

Microsoft 365 mætir þessum kröfum með öruggu og sítengdu umhverfi sem auðveldar samvinnu innan hópa og á milli einstaklinga.

Heyrðu í okkur um Microsoft 365

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn