Tímar og viðvera
Bakvörður
Stjórnendur fá betri yfirsýn yfir tímanotkun og fjarveru starfsfólks með Bakverði. Lausnin gerir starfsfólki kleift að skrá viðveru og veitir þeim aðgang að skráningum til að yfirfara tíma eða gera breytingar.
Verkskráning í Bakverði gerir fyrirtækjum kleift að greina kostnað og nýtingu vinnutíma niður á einstök verkefna. Vaktaskráning í kerfinu sér alfarið um útreikning á vinnutíma starfsmanna í samræmi við tegund vaktar sem þeir eru skráðir á. Hægt er að setja upp vaktaáætlun og taka út vaktaskýrslur starfsmanna.
VinnuStund
Hér er um að ræða vaktaáætlana- og viðverukerfi fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. VinnuStund heldur utan um tíma- og fjarvistaskráningar starfsmanna og er öflugt tól þegar kemur að skipulagningu vinnutíma.
Kerfið skiptist í vaktakerfið Vinnu og viðverukerfið Stund. Kerfin tengjast saman og virka því sem eitt kerfi.
VinnuStund færir stjórnendum og starfsmönnum yfirsýn og tengist auðveldlega öðrum launakerfum.