Öryggislausnir

Hjá okkur færðu allar tegundir öryggislausna, allt eftir þínum þörfum. Með öryggisráðgjöf Advania færðu greinagóða yfirsýn yfir hvar helstu hættur og ógnir gagnvart þínum upplýsingainnviðum liggja hverju sinni. 

Netöryggi

Network Security

Advania býður upp á fjölbreyttar netöryggislausnir í samstarfi við stóran hóp fyrirtækja sem eru leiðandi á sviði netöryggismála. Hjá okkur færðu hugbúnað og vélbúnað sem gerir þér kleift að halda utan um umferð og stjórna aðgengi á þínum vefjum. Hvort sem málið varðar eldveggi, innbrotsvarnir eða DDoS-varnir, þá erum við með lausnina fyrir þig.

Ræddu við okkur um hvaða gæti gagnast þér best.

Útstöðvaöryggi

Endpoint Security

Í síbreytilegu landslagi nútímans þar sem óprúttnir aðilar sjá mikin fjárhagslegan ábata í því að vinna fyrirtækjum skaða er orðið enn mikilvægara en áður að huga vel að öryggismálum útstöðva. Hvort heldur sem það er að halda þeim vel uppfærðum með nýjustu viðbótum á skilvirkan máta, viðhalda öryggisvörnum og stillingum þeirra í takt við nýjar uppfærslur til að bregðast við eða sjá til þess að notendur falli ekki í gildrur þessara aðila í gegnum tölvupósta eða sýktar vefsíður.


Advania getur hjálpað til við að treysta þessar útstöðvar og dregið verulega úr áhættunni á að þær verði nýttar sem inngangur í kerfin þín.

Veikleikaskönnun

Security Operations

Mikill meirihluti innbrota í fyrirtæki í dag eru vegna öryggisgalla í hugbúnaði, bæði frá alþjóðlegum þekktum framleiðendum og sérsmíðuðum lausnum.

Að vita hvað þarf að plástra getur verið tímafrekt verkefni án réttra tóla og í tilfellum þar sem mikið er um veikleika getur skipt sköpum að byrja á þeim plástrunum sem eru hvað hættulegust.

Advania hefur lausnir sem geta framkvæmt reglubundnar veikleikaskannanir á kerfunum þínum á kerfisbundin máta. Niðurstöður eru dregnar saman í öryggisskýrslum og flokkaðar eftir mikilvægi til að tryggja að byrjað sé á réttum enda.

Vottanir

Corporate Risks & Compliances

Við eigum í samstarfi við leiðandi aðila á sviði öryggismála í upplýsingatækni og hjá okkur getur þú fengið úttekt á þínum rekstri og vottanir í samræmi við þínar þarfir.

Auðkenni - aðgangsstýring

Identity & Access Management

Auðkennislausnir okkar gera þér kleift að stýra aðgangi að kerfunum þínum og staðfesta réttindi notenda.

Örugg hugbúnaðarþróun

Application Security

Það verður sífellt flóknara að gæta allra réttu öryggisatriða við hugbúnaðarþróun, sérstaklega þar sem stór hluti forrita reiðir sig á nettengingar og/eða tengja marga aðila saman. 

Í samstarfi við leiðandi aðila á sviði öryggismála í hugbúnaðarþróun getum við aðstoðað þig við að meta öryggi hugbúnaðarverkefna, allt frá vefsvæðum til stórra hugbúnaðarlausna. Ef upp kemst um öryggisógnir eða veika bletti í verkefninu, getum við hjálpað þér og bent á leiðir til úrbóta.

Heyrðu í okkur um öryggismál

Vinsamlega fyllið inn í reitina hér fyrir neðan

Rusl-vörn