OutSystems

OutSystems er hraðþróunar-umhverfi eða svokallað low-code platform. Með því má smíða öpp, vefi og heilu vefkerfin á miklum hraða. Það þýðir lægri kostaður við smíði og viðhald lausna.

Spjöllum saman
hraðþróunarumhverfi flýtir fyrir þróun hugbúnaðar

Framkvæmdu hratt með OutSystems

Umbreytir þínu fyrirtæki hraðar
Dregur úr kostnaði við upplýsingatækni
Stórbætir framleiðni hugbúnaðarteyma
Byggir á Visual Full Stack Development
Byggir á Full Life Cycle Management
Talar við öll tæki

OutSystems nýtist vel í stafrænni umbreytingu

OutSystems fellur vel að Gartner-hugmyndafræðinni; að stilla tæknistakki fyrirtækja svo hægt sé að hreyfa sig hratt við breytingar og innleiðingar. Gartner og Forrester setja OutSystems í efsta sæti low-code umhverfa, ásamt SalesForce og Microsoft. OutSystems er einnig í efsta sæti yfir multi-experience development platform hjá Gartner.

Lægri viðhaldskostnaður

Greidd eru leyfisgjöld af kerfinu einu sinni á ári. Gjald er greitt fyrir hvert app eða vef sem smíðaður er, þó aðeins brotabrot af því sem það kostaði áður sökum þess hve fljótlegt er að vinna í kerfinu. Þá er fljótlegra að endurbæta öppin og vefina þegar búið er að gefa þau út. Þannig lækkar viðhaldskostnaður í samanburði við hefðbundin öpp og vefi.

Aukið vægi appa

Mörg fyrirtæki finna aukna þörf fyrir öpp um sértæka verkþætti, fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Svo sem öpp fyrir vinnuhópa eða einingar innan fyrirtækja. Sem dæmi eru vettvangslausnir og Mínar síður.

látum verkin tala

OutSystems verkefni Advania

Gagnaveita Reykjavíkur

Meðal margra lausna Gagnaveitunnar í OutSystems, eru tvö öpp kölluð Rekstur og Heimsókn. Í fyrra appinu er t.d. listi yfir tengistöðvar, stofnun verkbeiðna, úttektir og tól til að útbúa vettvangsskýrslu. Heimsókn er app fyrir vettvangsþjónustu GR þar sem sjá má allar pantanir á ljósleiðaranum, sem eru bókaðar og unnar í gegnum appið.

Virk

Upplýsingarkerfið VIRK sem smíðað er í OutSystems, er hjartað í allri starfsemi félagsins. Það heldur utan um allt ferlið við starfsendurhæfingu einstaklinga. Kerfið er mjög viðamikið og nær til alla hagsmunaaðila. Það er með marga sérvefi (Mínar síður) fyrir ýmsa hópa sem þurfa mismunandi virkni og aðgengi að starfseminni.

Veitur

Veitur ákváðu að nota OutSystems til að flýta fyrir hugbúnaðarþróun með það að markmiði að gera rekstur sinn skilvirkari. Fyrsta lausnin var Öryggis- og forvarnarapp fyrir starfsfólk til að meta svæði áður en farið er í ákveðnar framkvæmdir. Þetta er gert til að tryggja öryggi starfsfólks áður en framkvæmdir hefjast og til að eiga skráningu og myndir af ástandi svæðisins fyrir framkvæmdir.

Tölum saman

Viltu vita meira um OutSystems og hraðþróun hugbúnaðar? Sendu okkur línu og við höfum samband um hæl.