Forvirkar netárásaprófanir (Pentest)

Vertu skrefi á undan með forvirkum árásarprófunum Advania sem hjálpa þér að finna veikleika og forgangsraða úrbótaverkefnum.

Spjöllum saman
Sjáðu þínar varnir með augum hakkara
Sókn er besta vörnin og með því að hugsa eins og hakkari veitir Advania þér mikilvæga innsýn í varnir fyrirtækisins.
Viðhaltu háu öryggisstigi
Veikleikar og aðferðir árásaðila þróast hratt en með reglulegum árásarprófunum getur þú viðhaldið kerfum og varist ógnum.
Uppfylltu staðla
Með áhættumiðaðri nálgun hjálpa árásarprófanir Advania þér að uppfylla kröfur reglugerða og staðla eins og DORA, NIS2 og ISO27001.
Forgangsraðaðu rétt
Með skýrum aðgerðalista og hnitmiðaðri ráðgjöf getur þú brugðist hratt og markvisst við áhættu.
Stýrðu umfanginu
Hvort sem þú vilt að prófa allt rekstrarumhverfið eða bara tiltekin kerfi getur Advania hjálpað þér að greina áhættu og veikleika.

Öflugar árásarprófanir

Advania býður upp á öflugar og sérsniðnar árásarprófanir (penetration testing) sem veita fyrirtækjum dýrmæta innsýn í raunverulega stöðu netöryggis þeirra. Með því að líkja eftir aðferðum hakkara hjálpum við viðskiptavinum að finna veikleika í kerfum sínum áður en þeir verða nýttir af óprúttnum aðilum og styðjum við aðgerðir sem styrkja varnir á markvissan hátt.

Árásarprófanir Advania ná yfir alla helstu árásarfleti í upplýsingatækniumhverfi fyrirtækja, s.s. netþjóna og skýjaumhverfi, víð- og staðnet auk vefsíðna og forrita. Auk hefðbundinna árásarprófana býður Advania upp á prófun á viðbragðsgetu og þjálfun viðbragðsteymis.

Allar prófanir eru unnar af þaulreyndum sérfræðingum með alþjóðlegar öryggisvottanir. Niðurstöður og skýrslur eru auðskiljanlegar, auk þess sem sérfræðingar Advania leiða viðskiptavini í gegnum frekari skilgreiningu á verkefnum og forgangsröðun.

Hafa samband

Styrkjum varnir okkar

Við skiljum að hvert fyrirtæki hefur sínar þarfir og að öll rekstrarumhverfi eru einstök á einhvern hátt. Þess vegna eru árásarprófanir Advania alltaf aðlagaðar að þörfum viðskiptavina, hvort sem þeir þurfa heildstæða prófun á öllum umhverfinu eða sértækar prófanir á einstaka kerfum. Þannig hjálpum við jafnt fyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref í netöryggi og þeim sem vinna að stöðugum úrbótum að bæta og styrkja varnir sínar.

Með reglubundnum árásarprófunum geta fyrirtæki viðhaldið háu öryggisstigi og mætt kröfum staðla og reglugerða eins og DORA, NIS og ISO27001. Endurteknar prófanir tryggja einnig stöðugleika í viðnámsþrótti gegn síbreytilegum netöryggisógnum.

Árásarprófanir Advania eru meira en hraðpróf, þær eru liður í öflugri áhættustjórnun sem hjálpar fyrirtækjum að styrkja varnir sínar og viðhalda trausti á markaðnum.

Sjáðu nánar

Greinar um öryggi

Verkada One var nú haldin í fyrsta skipti í London þann 25. mars 2025 og vakti mikla lukku meðal sérfræðinga og viðskiptavina í öryggismálum.
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur tekið næsta skref í sínum netöryggismálum með innleiðingu Skjaldar, öryggisvöktunarþjónustu Advania. Með þessari lausn tryggir sveitarfélagið stöðuga vöktun og skjót viðbrögð við netógnum allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Advania hefur verið samstarfsaðili Héðins á þeirra stafrænu vegferð og meðal annars aðstoðað með netöryggi, sjálfvirknivæðingu ferla, betrumbætur á flæði og fleira.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um öryggismál? Sendu okkur fyrirspurn.