Blogg, Buiness Central - 12.4.2022 15:55:14

60 Microsoft Dynamics sérfræðingar til Advania

Advania kaupir breskt fyrirtæki; fjöldi Microsoft Dynamics sérfræðinga fjórfaldast.

Þóra Tómasdóttir
Fjölmiðlafulltrúi

Advania kaupir breskt fyrirtæki; fjöldi Microsoft Dynamics sérfræðinga fjórfaldast.

Advania-samsteypan hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Azzure IT sem sérhæfir sig viðskiptakerfum Microsoft í skýjinu.

Azzure IT er leiðandi á breskum markaði í þjónustu á Microsoft Dynamics 365 Business Central. Þar starfa um 60 sérfræðingar sem nú verða hluti af Advania. Markmið kaupanna er að geta boðið viðskiptavinum Advania enn betri þjónustu og ráðgjöf á sviði viðskiptalausna.

Með kaupunum eflist þekking innan raða Advania og með fleiri sérfræðingum getum við veitt viðskiptavinum betri þjónustu.

„Það er gleðilegt að fá svo öflugan liðsauka í sérfræðiteymi Advania á sviði Microsoft Dynamics. Með Azzure IT -viðbótinni verðum við einn stærsti Dynamics Business Central samstarfsaðili í Norður-Evrópu með breytt vöruframboð og mikla sérhæfingu sem nýtist okkar viðskiptavinum,” segir Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania á Íslandi.

Fleiri fréttir

Fréttir
12.09.2025
Díana Björk Olsen hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Mannauðslausna Advania. Díana Björk hóf störf hjá Advania árið 2021 og  hefur frá árinu 2022 starfað sem deildarstjóri ráðgjafar og þjónustu á sama sviði innan Viðskiptalausna. Hún hefur nú þegar tekið við þessu nýja hlutverki.
Blogg
10.09.2025
Fulltrúar frá NVIDIA héldu áhugaverða kynningu á Haustráðstefnu Advania þar sem farið var yfir sögu og framtíð gervigreindar (AI) og GPU-tækni. Í kynningunni var farið yfir hvernig NVIDIA hefur þróast frá því að vera fyrirtæki í framleiðslu á skjákort fyrir tölvuleiki yfir í að vera leiðandi fyrirtæki í gervigreind.
Fréttir
10.09.2025
Þórður Ingi Guðmundsson hefur tekið að sér stöðu forstöðumanns Gervigreindarseturs  Advania og Guðmundur Arnar Sigmundsson hefur gengið til liðs við Advania sem netöryggis- og gagnaþróunarstjóri. Þessi tvö stefnumarkandi svið munu tilheyra nýstofnaðri Skrifstofu stefnumótunar, sem heyrir beint undir forstjóra.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.