Nýjasta nýtt - 2.11.2018 14:18:00

Advania hlaut markaðsverðlaun DELL EMC

Advania hlaut markaðsverðlaun Dell EMC sem veitt voru á alþjóðlegri ráðstefnu samstarfsaðila DELL í Noregi á dögunum.



Advania hlaut markaðsverðlaun Dell EMC sem veitt voru á alþjóðlegri ráðstefnu samstarfsaðila DELL í Noregi á dögunum. Advania hlaut einnig tilnefningu sem Partner of the Year og Growth Partner of the Year.

Markaðsverðlaunin voru veitt fyrir margþætt og fræðandi kynningarstarf meðal annars á samfélags- og umhverfismálum DELL sem kallast The Legacy of Good. DELL er eitt stærsta tæknifyrirtæki í heimi og hefur einsett sér að útrýma vistsporum fyrirtækisins og hlúa betur að umhverfinu. Ítarlega áætlun um hvernig fyrirtækið ætlar að ná settum markmiðum sínum fyrir árið 2020 má lesa hér.
Þar er því nákvæmlega útlistað hvernig fyrirtækinu gengur að feta sig í áttina.

„Dell og Advania á Íslandi hafa verið í góðu samstarfi í 25 ár. Markaðsstarf og þjónustuleiðir við viðskiptavini hafa breyst mikið á þessum tíma. Í sölu og markaðsstarfi hafa DELL og Advania lagt mikla áherslu á stafræna miðla. Ný vefverslun var opnuð á liðnu ári sérstaklega sniðin að þörfum fyrirtækja. Henni hefur verið vel tekið af okkar viðskiptavinum sem að nýta sér nýjustu tækni við pöntun á tölvubúnaði. Verðlaunin eru okkur mikil hvatning til þess að halda áfram góðu starfi til ávinnings fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Sesselía Birgisdóttir markaðsstjóri Advania.

Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.