Þórður Jensson forstöðumaður hjá Innviðalausnum Advania, Auður Inga Einarsdóttir framkvæmdastjóri Innviðalausna Advania, Gísli Karl Gíslason verkefnastjóri, Þórður Ingi Guðmundsson forstöðumaður Gervigreindarseturs Advania, Sigurður Magnús Garðarsson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og Þórey Einarsdóttir framkvæmda­stjóri Vísindagarða.

Fréttir - 1.11.2025 06:00:00

Vísindagarðar fengu afhenta fyrstu NVIDIA Spark ofurtölvuna frá Advania

Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir
samskipta- og kynningarstjóri Advania

„Það gleður mig að afhenda Vísindagörðum fyrstu NVIDIA Spark vélina á Íslandi. Vísindagarðar eru að byggja upp öflugt samfélag þar sem rannsóknir og nýsköpun mætast og það verður virkilega spennandi að sjá hvernig tæknin mun nýtast við að umbreyta þekkingu í verðmæti fyrir samfélagið,“ segir Auður Inga Einarsdóttir framkvæmdastjóri Innviðalausna Advania.

NVIDIA Spark er í sölu hjá Advania og fyrsta sending seldist upp á einum degi og biðlisti er eftir næstu sendingu. NVIDIA hóf afhendingu á vélunum á dögunum. Advania er NVIDIA Elite partner og er með þessa eftirsóttu tölvu til sölu. Advania afhenti Vísindagörðum fyrsta eintakið í Grósku á föstudag og eru fleiri vélar á leiðinni í spennandi gervigreindarverkefni hjá fyrirtækjum um allt land.

„Þetta er Spark inn í framtíðina“ sagði Gísli þegar hann opnaði fyrstu vélina. Myndir/Jón Snær Ragnarsson

„Þetta er Spark inn í framtíðina“ sagði Gísli þegar hann opnaði fyrstu vélina. Myndir/Jón Snær Ragnarsson

Hvað er DGX Spark?

DGX Spark sameinar alla gervigreindartækni NVIDIA í einni öflugri vél. Þar á meðal Grace Blackwell örgjörva, GB10 GPU, NVLink-C2C tengitækni og 128GB af vinnsluminni. Þetta gerir notendum kleift að keyra flókin líkön með allt að 200 milljarða breyta, allt í tölvunni sjálfri, án þess að þurfa að hlaða gögnum upp í skýið. NVIDIA Spark er fyrsta ofurtölvan með þessari tækni, og framleidd í afar takmörkuðu upplagi, en núna í kjölfarið munu sambærilegar vélar vera í boði frá helstu framleiðendum heims. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að leggja inn pöntun í vefverslun Advania.

NVIDIA Spark í höfuðstöðvum Advania. Myndir/Jón Snær Ragnarsson

NVIDIA Spark í höfuðstöðvum Advania. Myndir/Jón Snær Ragnarsson

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.